þriðjudagur, desember 12, 2006

Dagarnir líða

Síðustu dagar hafa ekki mikið einkennst af prófalestri, því miður. Þess vegna er ég að taka mig á núna. Ekki veitir af. En ástæða lítils lesturs er sú að ég skellti mér í Borgarfjörðinn eftir vinnu á föstudaginn. Eftir að ég ,,flutti að heiman" þá hef ég ekki verið alveg nógu dugleg að fara heim og hef augljóslega vanmetið það gríðarlega að hafa tækifæri til að ,,skreppa" svona heim til mömmu eins unaðslegt og það nú er. Helgin var semsagt unaðsleg út í gegn. Ekkert stress eða leiðilegir geðsjúkdómar (lesefni fyrir próf). Í staðin naut ég þess að slæpast og hanga, borða, borða og borða, pakka inn gjöfum, hjálpa föður mínum að smíða, spila við systkini mín og síðast en ekki síst skera út laufabrauð með jólalög í eyrunum og jólaöl og smákökur við hendina. Yndislegt út í gegn. Aðal ástæða farar minnar í sveitina var reyndar afmæli ástkærar móður minnar á sunnudaginn. Varð nú að gleðjast með gömlu. Ekki amalegt heldur að fá kökur og kruðerí.


Skar út eina svona og meira að segja þetta munstur.
Ég gisti svo á Hótel Heimavist FVA á Akranesi á sunnudagskvöldið. Gisti semsagt hjá systur minni og gerði mér lítið fyrir og tók strætó í bæinn á mánudagsmorgunin. Það var sport, hef ekki gert það áður en þvílíkur munur sem það nú er, t.d. að borga 250 kr í bæinn í stað 1600 með rútunni. Gærdagurinn og næstu dagar alveg fram á föstudag munu svo einkennast af lestri góðra glósa um geðraskanir. Get ekki sagt að það sé mikið tilhlökkunarefni en nauðsyn engu að síður.
Jæja smá kaffi og svo lesa, lesa, lesa...

5 ummæli:

Nafnlaus sagði...

já Sæja mín. nú verður þú að skreppa fyrir okkur báðar i dekur til mömmu því ég skrepp nú ekki mikið. Annars var ég græn af öfund yfir laufabrauðinu og ekki síðast en síst jólaölinu. Merkilegt en nokk þá hef ég ekki freystast í dósirnar mínar ennþá. Vertu nú dugleg að læra

Nafnlaus sagði...

sonn jolastemning a hvanneyrinni heyri jeg... vertu nu dugleg ad lesa særun min... her færdu rommkulur og hvita sokka (stærd 52) og gud geymi thig...

Kristjana Páls sagði...

Það er ekkert nema töff að taka strætó af skaganum...gastu farið út á hringbraut eða þurftiru að skipta í ártúni?

Nafnlaus sagði...

Takk fyrir helgina Sæja....þetta var hreinn unaður að fá þig heim;D Gast tekið til í tónlistinni minni og allt;D

Sæja sagði...

Ég þurfti reyndar að skipta um strætó í Mosó en fór svo úr honum á Laugavegi og rölti svo heim. Gerist ekki mikið betra. Hefði líka getað skipt aftur í Ártúni og tekið hann að 365 en fattaði það of seint.