fimmtudagur, desember 14, 2006

Eirðarleysi og einbeitingarskortur...

...er að fara með mig þessa stundina. Reyni þó að berjast í bökkum og hugga mig við það að á morgun er síðasta prófið mitt. Ekki skemmtilegasta prófið kannski en það er um Geðraskanir. Það sem hjálpar mér reyndar við lesturinn og gerir hann skemmtilegri er að ég get tengt hinar ýmsu geðraskanir við vini, ættingja og persónur í bíómyndum, sem gerir mér auðveldara fyrir að muna þá.

Verð annars að segja frá því sem ég upplifði í gærkvöldi. Tók mér smá pásu til að horfa á ANTM. Í kjölfarið festist ég við skjáinn eilítið lengur. Fyrst datt ég inn í þann hræðilega þátt ,,The real housewifes of Orange county". Guð hvað ég varð reið Skjá einum fyrir að sýna þennan horbjóð. Greinilegt hvernig þeir ætla að keppa við Sirkus, jú með því að sýna ömurlega raunveruleikaþætti.
Þessi fjallar semsagt um viðbjóðslega ríkar kellingar sem búa í OC og hafa ekkert betra við tíma sinn né peninga að gera nema að fá sér sílló, botox, kokteila og versla. Ok kannski fínt líf en ekki til lengdar. Greyin voru með öll heimsins vandamál á herðum sér.
Elsta dóttir einnar kom henni á óvart með því að flytja aftur heim. Mamman var nú ekki sátt við það. Ó nei, því þá myndi privatepláss hennar á heimilinu minnka og hvernig ætti hún þá að koma með leikfélaga heim. Leikfélaga sem virtust vera á sama aldri og dóttirin. Kellingin líka svo strekkt af andlitslyftingum og upphleypt af botoxi að erfitt var að sjá hvort hún væri manneskja eða plastdúkka.
Ok, önnur var ekki sátt við að sonur hennar vildi ekki fá sér vinnu, heldur leika sér allt sumarið. Datt henni ekki í hug að það væri vegna þess að hún hafði alið hann upp sem aumingja sem fær allt upp í hendurnar. Nei, nei. Sú kona var líka nokkuð sátt með að vinir sonar hennar langaði að ,,serða" hana eins og það var svo skemmtilega þýtt. Hún var allavega svo sátt að hún þurfti að auglýsa það. Þeir drengir eru líklega eins heimskir og sonur hennar.
Æ þetta var kjánalegur þáttur og sem betur fer sá ég ekki nema helminginn af honum, gat bara ekki slökkt á honum. Vildi ekki trúa að konurnar væru virkilega svona heimskar. Er reyndar búin að sjá hver ástæðan er, baneitraða aflitunarefnið sem þær eru með í hausnum hefur komist í heilann og eyðilagt hann svona svakalega, ef hann var ekki ónýtur fyrir.

Svo var heimildarmynd á Rúv um norskan strák Morten að nafni sem fór í kynskiptiaðgerð og varð að Monicu. Nokkuð áhugaverður þáttur sem sýndu videódagbækur hennar frá því nokkru fyrir aðgerð og svo eftir hana og einnig viðtöl við mömmu hennar. Mjög fróðlegt verð ég að segja en það sem eyðilagði myndina algjörlega og fékk mig til að fá ansi mikinn kjánahroll var að tvisvar brast stúlkan í söng, alveg upp úr þurru og voru sýnd myndbönd við lögin þar sem hún er að synda á kafi í vatni. Texti laganna átti víst voðalega vel við þær tilfinningar sem hún þurfti að kljást við á meðan á þessu ferli öllu stóð en þetta var bara kjánalegt. Í öðru laginu liggur hún á skurðarborði og byrjar að syngja og stuttu síðar bresta læknarnir og hjúkrunarfólkið í kringum hana í dans. Nei, nei, nei metnaðarfull heimildarmynd á ekki að innihalda svona atriði.

Þá er ég búin að létta af mér og get haldið áfram að lesa um þunglyndi, geðklofa, áfengisfíkn, kvíðaraskanir, persónuleikaraskanir og fleira skemmtilegt.

6 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Er það semsagt þetta sem skjár1 er að fórna 6-7 fyrir? Plastmömmur í Kaliforníu. Leiðinlegt að missa af syngjandi kynskiptingi hins vegar...

Nafnlaus sagði...

Þú rúllar þessu upp.....trúi ekki öðru....svo kemur þú bara heim og við höfum það kósý tvær saman;D

Nafnlaus sagði...

"þunglyndi, geðklofa, áfengisfíkn, kvíðaraskanir, persónuleikaraskanir"

heiti ævisogu thinnar... thu blekkir engann ;)

Nafnlaus sagði...

Þetta lag hérna í færslunnni á undan minnir mig bara áafmælið hennar Helgu, þegar ég fyrst sá þitt fagra fés...! Jiii nostalgía..vúú!TELMA

Nafnlaus sagði...

Ohh Monica gladdi mig svo mikið! En þessi myndbönd voru algjör horbjóður, mér fannst það samt eiginlega næstum því bara fyndið.

Nafnlaus sagði...

Já ég var einmitt að horfa á hana Monicu og alveg sokkin í myndina þegar fyrra söngatriðið byrjaði.... úff það var slæmt, slæmt, slæmt. Kannski kunni við bara ekki gott að meta. Margrét