já heldur betur. Hef staðið í ströngu undanfarna vikuna að stunda félagslífið af kappi. Gaf mér þó tíma til að byrja í skólanum á ný eftir jólafrí og skrapp aðeins í vinnuna líka. Skólinn byrjaði semsagt fyrir akkúrat viku og finnst mér strax eins og ég hafi ekki fengið neitt frí. Allt komið í sama gamla farið en það er svo sem ágætt. Veitir ekki af að fá smá festu í líf mitt.
Síðasta helgi var alveg hreint mögnuð (sem og helgin þar á undan). Alla systir kom og eyddi henni með mér.
Á föstudagskvöldið kíktum við í bekkjarpartý hjá bekknum mínum góða. Alltaf gaman að hitta bekkjarfélagana utan skólans.
Laugardeginum var svo eytt í undirbúning fyrir gríðarlega afmælisveislu okkar Margrétar og kom það sér sérlega vel að hafa Öllu til að hræra í pottum og skera niður grænmeti.
Stóðum sveittar yfir pottunum lungan úr deginum og tókum svo á móti gestunum um 8 leytið. Buðum upp á tvennslags pastarétti og með því og marengs í eftirrétt. Veislan tókst að sjálfsögðu vel enda með afbrigðum skemmtilegt fólk mætt á svæðið. Eftir mikið át og nokkra drykkju var haldið á öldurhús bæjarins og dansað af sér rassgatið í orðsins fyllstu. Kom allavega ekki heim fyrr en langt undir morgun, svo mikil var gleðin.
Sunnudeginum var eytt í algjöra leti en á milli kasta skrapp ég í afmæliskaffi til Kristjönu elskulegrar en stúlkan sú er einmitt afmælisbarn dagsins. Hún er hvorki meira né minna en tsuttugu og þriggja ára.
Helgin var sumsé allgóð, svo góð að líkami minn var ekki alveg á því að vakna kl 8 í morgun til að mæta í vinnu. En maður harkar af sér. Eftir því sem dagarnir líða styttist líka í Danmerkurför okkar systranna sem er ekki verra.
1 ummæli:
Takk fyrir helgina:D Það eru einungis 25 dagar í förina okkar:D
kv. Alla
Skrifa ummæli