þriðjudagur, janúar 02, 2007

Áramótamyndir

Við erum ekkert duglegasta fjölskyldan í að taka myndir og þá sérstaklega ekki góðar myndir en það voru engu að síður nokkrar teknar um áramótin, hvort þær eru góðar eða slæmar ætla ég ekki að tjá mig um.
Læt nokkrar fylgja

Við systkinin að sýna listir okkar með stjörnuljós.

Flugeldur í nágrenninu.


Ég er einstaklega góð í þessum stjörnuljósaleik þó ég segi sjálf frá.


Foreldrarnir eitthvað skelkaðir að opna freyðivínið.


Öllu virðist ekki lítast á blikuna enda heljarinnar reykur og viðbjóður sem fylgdi þessu blysi.


Andrés var svalur og drakk freyðivínið af stút, enda sat hann einn að því óáfenga.

5 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Vá þú ert ýkt fær með stjörnuljós, er ekki frá því að ég sé pínu abbó..

Nafnlaus sagði...

Það var gott að einhver gat skotið upp flugeldum til að fagna nýju ári. Hér var frekar lítið gert af því sökum slæms veðurs og annarra glapa heimilisfólks.

Kveðja frá Danmörku

Kristjana Páls sagði...

júhúúú
kveðja Kristjana og ég get ekki beðið eftir því að kyssa þig og knúsa..yfir og út!

Nafnlaus sagði...

aramotakvedjur til thin og thinnar godu fjolskyldu... gleypti mamma thin eggjaraudu a midnætti ?

Hulda hefur talað... sagði...

Á þessum bæ voru næstum engar myndir teknar af fjölskyldumeðlimum sökum fullra digitalmyndavéla, leiðslurnar til að tæma vélarnar fundust nefnilega hvergi!?! Í dag þegar ég var að drusla jólaskrautinu oní kassa og henda greninu út fann ég leiðslurnar. Reyndar voru þær búnar að liggja á botninum á stórum vasa fullum af vatni og greni, en já leiðslurnar eru sem sagt fundnar! Hef ákveðið að einhver af hinum 13 stríðnispúkum hafi ákveðið að setja leiðslurnar þarna. Sjáumst eftir smá...