sunnudagur, janúar 28, 2007

Árinu eldri

Það verður víst ekki flúið að maður verður eldri með hverju árinu sem líður og á föstudaginn náði ég þeim merka áfanga að verða 24 ára. Hvorki meira né minna. Gat ekki séð að ég hafi stækkað neitt um nóttina, hinn almáttugi hefði alveg mátt sjá af eins og 4 cm handa mér þetta árið en ég lifi af þótt lítil sé.
Ég vil nota tækifærið og þakka þeim fjölgmörgu sem mundu eftir mér á afmælisdaginn, þið hin sem gleymduð mér ég hef skrá yfir ykkur og eitthvað stórkostlegt þarf að gerast svo ég fyrirgefi ykkur:)
Afmælisdagurinn var einkar notalegur. Vaknaði og skellti í eina súkkulaðiköku og gerbollur. Ingibjörg, Helena, Kristjana og Margrét komu svo og gæddu sér á veitingunum. Ingibjörg var svo elskuleg um kvöldið að elda handa mér dýrindis afmælismáltíð.
Í gærkvöldi var svo dansæfing hjá okkur stelpunum. Við gerum okkur nefnilega af og til dagamun og förum á skemmtistaði bæjarins sem hafa yfir að ráða öflugum skífuþeyturum og tökum nokkur velvalin dansspor. Gott ef ég hafi ekki tekið allmörg af þeim sem "Daddi dansari" sýnir hér að ofan. Í annað skiptið á stuttum tíma var ég allsgáð á öldurhúsum bæjarins og er ekki frá því að það sé hin eina rétta leið. Allavega skemmti ég mér ekkert síður en annars og dagurinn í dag er mun betri en þeir sunnudagar sem ég hef upplifað í þynnku og ógeði.
Því segi ég "Fleiri áfengislausar dansæfingar fyrir mig" heyr heyr!
Komst líka að að dansæfingar sem þessar jafnast alveg á við nokkra klukkutíma í ræktinni og eru meira að segja mun skemmtilegri en það. Ég virðist allavega hafa tekið ansi vel á því ég er með harðsperrur um allan líkamann í dag. Veit ekki hvort það sé bara dansæfingunni að kenna eða hvort aldurinn spili líka inní. Hver veit?

4 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Flottur gaur, þú hefur líka án efa tekið þig vel út við danssporinn vona bara að þú hafir ekki klikkað á smáatriðunum eins og hann (eru hvítu sporsokkarnir kannski ekki að pirra neinn annan en mig.)

Nafnlaus sagði...

Voðalega ertu smámunasöm systir góð, tók ekkert eftir þessu eða allavega ekki fyrr en þú nefndir þetta. Kannski þetta sé móðins einhversstaðar.

Thelma litla sagði...

Takk fyrir þetta unaðskvöld, ég held ég sé ennþá að svitna eftir rassaköstin!! ;)

Nafnlaus sagði...

shitt ég verð að læra þennan dans! eða þessa rútínu