Þessi færsla er skrifuð á litlu elskuna mína sem þökk sé Birni bróður Ingibjargar er komin aftur til mín heil á höldnu ferskari sem aldrei fyrr.

Ég er líka hress sem fress enda endurnærð eftir skottúrinn minn til veldis Margrétar Þórhildar. Kom heim seint á sunnudagskvöld nokkrum þúsundköllum fátækari og 150% hamingjusamari enda fátt betra en að fá að eyða heilli helgi með fjölskyldunni í bláa húsinu. Litlu frænkur mínar voru yndislegar sem aldrei fyrr og get ekki beðið eftir að hitta þær næst. Vonandi ekki nema 3 mánuðir í það.
Nú er hinsvegar venjuleg vika tekin við eða kannski ekki svo venjuleg vika þar sem í henni eru bolludagur, sprengidagur og öskudagur. Fékk mér bollu í gær og planið er að fara eitthvert og fá sér saltkjöt á eftir þar sem við Ingibjörg hættum okkur ekki í eldamennskuna sjálfar. Á morgun er svo öskudagur og veit hreinlega ekkert hvernig hann verður. Verð í vinnunni fyrripart dags og efast ekki um að þar verður eitthvert húllumhæ, spurning hvort maður eigi að mæta í búning.
5 ummæli:
Hér langar mig að vitna í hana Þóru Kristínu:D
Særún: Er þetta ekki gott Þóra?
Þóra: Nei, þetta er ógeðslegt:D
hahahahahaha þetta er ein besta setning sem ég hef heyrt lengi:D
sælar
var Þóra nokkuð að tala um eldamennskuna þína?
Annars vildi ég bara þakka fyrir okkur
Þið hefðuð nú þurft að vera lengur og hjálpa til við heimilið því ég er bara ennþá að jafna mig á þreytunni. Svona er það þegar maður fer ekki á djammið í marga mánuði.
Heyrumst síðar
Hehe ég hefði allveg viljað vera lengur, en jú Þóra var reyndar að tala um kjúklinginn sem Særún eldaði:D
Ég vil samt benda á að hún borðaði hann þrátt fyrir þessar yfirlýsingar.
Þú kaupir bara miða systir góð og ég kem um hæl, lítið mál. Skal sjá um heimilisstörfin á meðan.
Enda var þetta góður kjúklingur....ekki hægt að setja út á kokkahæfileika Særúnar:D
Skrifa ummæli