fimmtudagur, febrúar 01, 2007

Blessaður maðurinn

Ég veit að litla systir verður ekki sátt við mig núna en hvað um það.
Ég bara get ekki orða bundist. Þessi maður getur farið alveg í mínar fínustu.
Afhverju þarf hann alltaf að vera svona kjánalegur þegar hann kemur opinberlega fram. Má nú eiga það að þegar hann er að syngja er hann þolanlegur enda er minna um tal þá og aðra tjáningu fyrir utan sönginn. En nú hef ég séð hann á tveimur verðlaunaafhendingum uppá síðkastið, Eddunni og Íslensku tónlistarverðlaununum og í bæði skiptin fékk ég hrikalegan kjánahroll.
Flestir vita nú hvað gerðist á Eddunni, já brandarinn hans góði um að vera ,,Fallinn" fyrir henni Hrafnhildi sinni. Svo var hann á tónlistarverðlaununum í gær og gat hreinlega ekki farið upp á svið án þess að vera pínu kjánalegur. Nei þegar hann er rétt kominn uppá það stoppar hann og tekur smá BOX og heldur svo áfram. Kjánahrollur á háu stigi þar.
Blessaður Bubbi ætlar víst að reyna halda kúlinu fram í rauðann dauðann eða hvað, kannski ekki svo kúl kallinn minn.

4 ummæli:

Hulda hefur talað... sagði...

Kjánahrollur er fyndinn hlutur. Við sitjum og horfum á Bubba og fáum kjánahroll...en líklega finnst honum sjálfum hann vera ægilega flottur, líklega bara flottASTUR!

Nafnlaus sagði...

Svona til að leiðrétta ykkur þá er hann flottastur! Þó hann geti verið kjánalegur! Ég skal sko sýna ykkur kjánalegt myndband með honum! En Særún ég hefði nú getað látið þig fá betri mynd af kallinum! En annars svona til að segja ykkur það þá er hann kúl og ég elska hann:D Bara 14 dagar:D

Nafnlaus sagði...

Systir! Þú lifir í blekkingu og ég valdi þessa mynd vegna þess hversu kjánalegur hann er á henni.

Nafnlaus sagði...

Já hann Bubbi getur verið ansi kjánalegur. VIð mamma vorum einmitt að tala hvað hann er oft hallærislegur í viðtölum...
En góður er hann samt...
Halldóra