fimmtudagur, febrúar 01, 2007

Oh Carola!

Það er bara enginn flottari en hin sænska Carola. Það klikkar bara ekki neitt í þessu lagi.
Vindvélin skilar sínu, vængirnir í hárinu, doppótta skyrtan með glimmerinu, þríhneppta vestið, fjólubláu leggings, höfuðhnykkirnir, dansararnir fimu og sporin já sporin, klárlega spor sem þurfa að vera á hreinu næst þegar lagið verður blastað. Sem verður líklega fljótlega því ég verð bara að viðurkenna að ég hlusta ansi oft á þetta snilldar lag. Líklega besta Eurovisionlagið til þessa og er hrædd um að við eigum aldrei eftir að toppa þetta.
Það er ekki annað hægt en að elska þetta.

5 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Ég vil að við setjum saman smá hóp og lærum dansinn...

Kristjana Páls sagði...

ohhhh JÁJÁJÁJÁJÁ hóp takk!!! þetta er ekkert nema YNDISLEGT! sértaklega splitstökkið sem þeir taka..það er mergjað..

Nafnlaus sagði...

You tube klikkar ekki þegaer manni leiðist !

Hulda hefur talað... sagði...

vá hvað hún er hæfileikarík...ég vildi óska að ég væri hún!

Nafnlaus sagði...

Tjah, lagið hefur lengi verið eitt af mínum uppáhalds Eurovisionlögum, en eftir að hafa séð þetta mynband er það klárlega komið í allra fyrsta sæti! Þvílík fótafimi! Vindvélin er líka að gera góða hluti.... jedúddamía!