Þótt ekki séu nema rúmir 2 mánuðir síðan síðasta verkefna og prófatímabili lauk þá er fjandi erfitt að koma sér í þann gírinn aftur. Ekki bætir úr skák að skiladagur verkefnanna minn er 19 mars og því ágætis tími þangað til, sem á þó eftir að líða skuggalega hratt eins og venjulega.
Núna á ég einmitt að vera að svara spurningum uppúr þessari mjög svo spennandi bók huhumm en það er mér lífsins ómögulegt að byrja. Held ég þurfi almennilegt spark í rassgatið.

Hugga mig þó við það að ef ég verð ógurlega dugleg í dag og klára þessar spurningar get ég farið á safnarölt, án nokkurs samviskubits, í kvöld með nokkrum vel völdum stúlkum. Við ætlum að reyna að vera einkar menningarlegar í tilefni Vetrarhátíðar og nýta kvöldið í að þræða helstu söfn borgarinnar, ekki á hverjum degi sem maður gerir það.
1 ummæli:
ohhh safnarölt...en kósý.
Gúd lökk með verkefnið;)
sendi meil bráðum með smá infó um fyrrakvöld, en meilinn verður ekkert spes spennó hehe því miður.
Skrifa ummæli