þriðjudagur, febrúar 13, 2007

Sem vængbrotin fugl...

...eða svona næstum. Minn trygglyndi vinur sem hefur fylgt mér í gegnum súrt og sætt er veikur sem stendur. Hve alvarlega veit ég ekki. Vinurinn sem ég er að tala um er tölvan mín. Blessaður öldungurinn á eitthvað bágt þessa dagana og bíður þess að komast á heilsuhæli í von um einhvern bata. Ég vona bara hið besta en þangað til verð ég víst ekki mikið á veraldarvefnum og upplifi mig hreinlega eins og ég sé ekki í sambandi við umheiminn. Ég lifi þó af með hjálp annarra góðra vina.

Er einmitt stödd hjá Ingibjörgu minni sem stendur og nýti mér góðvild hennar. Blessunin ætlar að bjóða mér í rómantískan kvöldverð, dýrindis Dominos pizzu. Það er sko gott að eiga góða að.

Svo styttist í utanför mína en ég mun leggja í ann til Danaveldis á föstudagsmorgun hvorki meira né minna. Ekki laust við að það sé komin flugfiðringur í mann, alltaf gaman að skipta aðeins um umhverfi.

En það er nóg sem heldur mér við efnið þangað til. Skóli, matarklúbburinn ,,Jiii er þetta Jói" og vinnan svo eitthvað sé nefnt. Maður getur víst ekki bara spólað áfram og sett svo á stopp við það sem er skemmtilegt, ó nei. Ekki samt misskilja, Jói er einn af þeim hlutum sem er unaður.

1 ummæli:

Thelma litla sagði...

Juhh varað lesa kertasöguna!! =S
Hefði eflaust geta farið illa...
En velkomin heim frá DK litla mín