þriðjudagur, febrúar 06, 2007

Undarlegur atburður í Bólstaðarhlíðinni

Það er ekki hægt að segja annað en að mjög undarlegur atburður hafi átt sér stað í híbýlum mínum í dag. Og kannski ekki bara undarlegur heldur einnig nokkuð skelfilegur.

Þannig er að ég var með kveikt á kertum í gær, stórum kubbakertum, sem er ekki frásögu færandi. Nema hvað að ég slekk á þeim þegar ég fer að sofa. Þá var loginn á einu kertinu orðinn ansi lítill, hvað um það.
Ég vakna svo í morgun og fer í skólann. Kem heim í hádeginu og er heima í um klst og get ekki séð að það sé neitt óvenjulegt á seyði heima hjá mér. Ég kem svo heim úr skólanum um 3 í dag og það er ekki fyrr en klst síðar sem ég kem auga á svolítið furðulegt, algjörlega fyrir tilviljun.
Það er nefnilega ennþá kveikt á einu kertinu. Svoldið spúkí verð ég að viðurkenna. Sem betur fer var ekkert eldfimt mjög nálægt kertinu, sérstaklega ef það hefur verið kveikt á því síðan í gærkvöldi. Mér finnst samt svo skrýtið að ég hafi ekki tekið eftir kertinu fyrr. Reyndar var loginn mjög lítill en come on það var búið að vera kveikt á kertinu í 17 klst og enn eftir slatti af kertinu sem var í minnsta lagi í gær.
Ég veit ekki hvað ég á að halda.
Getur kviknað aftur á kerti eftir svona langan tíma, ég bara spyr?

8 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Ég veit ekki hvort þetta á sér dularfullar ástæður eða ekki. Hjá mér var það hreinleg gleymska þegar það var kveikt á fjórum kertum heila nótt. Eða reyndar bara tveimur því það slökknaði á hinum tveimur sjálfkrafa þegar annað þeirra að minnsta kosti var farið að gera svarta holu í garðborðið. En kannski átt þú yfirnáttúrulega vini sem vildu bara gera kósý fyrir þig áður en þú kæmir heim.
Kveðja Oddný og co

Nafnlaus sagði...

Já, það liggur við að ég styðji "yfirnáttúrulegu vina" kenninguna, svo furðulegt er þetta...!
Þetta er a.m.k. álíka grunsamlegt eins og þegar ég vaknaði um miðja nótt við að það datt glas úr hillu og mölbrotnaði á meðan ég bjó ennþá á stúdó - mér var ekki alveg sama þá.

Nafnlaus sagði...

Vó...spúkí...

Nafnlaus sagði...

Ég kýs að segja að þetta hafi verið lærlingar Sir Matt Busby, sem létust í flugslysi í München þennan sama dag árið 1958!

Hulda hefur talað... sagði...

Hérna í herberginu hjá mér gýs stundum upp þessi rosalega reykingalykt...líklegast eru þetta nágrannarnir, en stundum ákveð ég að þetta sé amma hérna hjá mér. Mér finnst það huggulegra:)
Knús yfir sjó og land

Kristjana Páls sagði...

ertu með kveikt á eldavélinni? nei vá þetta er samt ótrúlegt...einu sinni gleymdi ég að slökkva á kerti þegar við bjuggum í timburhúsinu í hafnarstræti á Akureyri. Það var kveikt á því í meira en sólarhring..Mamma og Nonni voru ekki alveg sátt við mig þá..
Hvað segir Nágranni Sushi gott?

Nafnlaus sagði...

Það er eithvað undarlegt að gerast á vistinni hjá mér! í nótt voru draugarnir á fullu við það að gera eithvað til að vekja okkur!:/

Nafnlaus sagði...

Heyrðu ég kannast við svona... og þá gerðist þetta tvisvar í röð! Þetta var á Hallormsstað, kveikt á kertum inni á kennarastofu, á föstudegi þegar kennararnir voru farnir heim var komið að því að þrífa inni á kennarastofu og þá var kveikt á kerti!! Við slökktum.. og á mánudeginum þegar kennararnir komu aftur, þá... var kveikt á sama kertinu!!

En ég vona að þú hafir átt góða ferð á Jótlandið unaðslega.
BK úr Viborg, Katrín