greinilega einhverri bjórdrykkju
og almennri skemmtun enda ekki á hverjum degi sem bekkurinn kemur saman og tekur þátt í atburði skipulögðum af skólafélaginu. Það var semsagt hið árlega keilumót SKHÍ og mættum við með hvorki meira né minna en 2 lið, Grease gellur og Pink ladies. Árangur liðanna er ekki birtingarhæfur. Eftir mótið fórum við nokkrar niðrí bæ til að halda gleðinni áfram. Var nú komin á skikkanlegum tíma heim og þakka ég guði fyrir það í dag því heilsan hefur ekki verið með besta móti.
Ég harka af mér enda stóratburður að gerast í kvöld sem ég má sannarlega ekki missa af.
Minn unaðslegi 4F úr MA ætlar að hittast, fara út að borða og svo í partý og hver veit svo hvað gerist. Kvöldið endar örugglega á einhvern skemmtilegan hátt enda fokkarar ekki þekktir fyrir annað en að vera með óskunda og ólæti þegar þeir koma saman.
Mikið hlakka ég til!
Engin ummæli:
Skrifa ummæli