laugardagur, apríl 14, 2007

Laugardagur til lærdóms

Þessi helgi sem og næstu 2 munu fara í lærdóm enda skuggalega stutt í skiladag verkefna og síðasta skóladaginn sömuleiðis.

Þó ég sé að læra þá bregð ég útaf vananum og geri mér glaðan dag enda laugardagur.

Gleðin í dag einkennist af súkkulaðikökubakstri, mmmm


Þetta er reyndar ekki sú sem ég er að baka. Hann Jói minn gerði nú þessa en ég veit að mín verður ekki síðri enda uppskriftin tekin úr bókinni hans Jóa.

Kemur svo í ljós hvort ég þurfi að sporðrenna kökunni ein eða hvort ég fái hjálp. Ég vona svo sannarlega að einhver sjái aumur á mér og aðstoði mig við að smakka hana, ég hef ekki gott af öðru.

Þá er að spýta í lófana og skrifa sem vindurinn, ég má engan tíma missa. Helgin verður líklega þotin framhjá áður en ég veit af.

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Ji Særún, ég get svo svarið það. Myndarleg ertu. Hann Jói er nú líka aaalgjört súkkulaði, hm? Hann hefur sennilega bakað þessa beint eftir sturtuna.