sunnudagur, maí 06, 2007

Sumarfrí, sumarfrí, sumarfrí, frí,frí

Ok ætti kannski ekki að nú því um nasir lærandi fólks að ég sé komin í frí. En hvað um það, ég glöð og ég er góð yfir því.
Sumarfríinu var fagnað á föstudaginn ásamt bekkjarfélögunum. Förum að borða á Vegamótum, svo í eitt stykki pertý í gettóinu og enduðum á Players þar sem við dilluðum okkur undir seiðandi tónum Sálarinnar. Mikið sem það var gaman.
Hef aldrei áður farið á Players og fékk því vægt sjokk þegar inn var komið og ég áttaði mig á að hann væri líklega hin nýja Kringlukrá. Ég náði allavega að toga meðalaldurinn eitthvað niður þó erfitt væri. Engu að síður var afskaplega gaman.
Mér til mikillar skemmtunar var Kristjana að setja inn myndir síðan úr síðasta "Ji... er'etta Jói" og hvílík fegurð og gleði sem skín úr þeim myndum.
Set hérna nokkrar inn af mér og sálufélaga mínum. Til gamans sögðum við einhver orð og áttum að túlka það í svip sem tókst svona líka vel. Ótrúlegt hve svipirnir urðu alltaf eins, ein ástæða fyrir því-Sálufélagar.

Sætar!




Flippaðar!




Með prik í rassgatinu!


og svo skelkaðar!

Fallegar erum við, það er ekki spurning.





3 ummæli:

Thelma litla sagði...

Jáhh því er ekki hægt að neita að þið eruð fallegar og því er heldur ekki hægt að neita að ég er pínkulítið svekkt að vera ekki komin í sommerfri líka, en það er rétt rúm vika, RÉTT RÚM VIKA og bráðum hitti ég þig á laugardaginn í júró og ég ætlað syngja, Shake it up, Shakerim... Tell me what your'e thinking eins og Meistari DjeiTí og dilla mér eins og óð meddla...
...eða bara vera róleg!

Kristjana Páls sagði...

ó þið fögru fljóð..hér er ljóð...sem kemur seinna, andinn fór ofan af mér

Nafnlaus sagði...

ég skal sjá um ljóðagerðina !

þær eru miður myndarlegar
háskóladrullutussur.
Öllu heldur kindarlegar,
þó, ekki ennþá jussur !

þó stutt í það !

smáköku og kaffiblettakveðjur frá Hagyrðingamóti á Fredriksberg ;)

auður