fimmtudagur, maí 24, 2007

Sveitasæla

Komin heim í sveitasæluna. Ástæða heimsóknar minnar í þetta sinn er að "litli" brósi (sem er ekki svo lítill lengur) á að fermast á sunnudaginn.
Já það verður heilmikið húllumhæ. Ákvað að koma fyrr til að hjálpa mömmu í undirbúningnum en svo virðist sem kellan sé búin að mestu. Það eina sem ég hef fengið að gera hingað til er að þrífa eldhúsinnréttinguna vegna þess að henni finnst það svo leiðilegt. Maður er greinilega bara settur í skítverkin.
Fjöllan úr Danaveldi er svo lent á landinu og er væntanleg í sveitina seinnipartinn. Það verður ekki leiðilegt að fá loks að knúsa þessar hérna eftir alltof langan tíma.


Ætla að reyna að knúsa þær og kremja sem mest enda sé ég þær líklega ekki aftur fyrr en einhverntíman í haust.

4 ummæli:

Thelma litla sagði...

Jiiii, en sú sæææææla:)

Kristjana Páls sagði...

mig langar að knúsa þig!!! Það er gaman að þrífa, sérstakelga eldhúsinnréttingar..fékkstu líka að þrífa ísskápinn..ef svo er þá ertu í æfingu og mátt endilega koma og þrífa minn og mig í leiðinni!!

Hulda hefur talað... sagði...

Ohh mig langar í kjöltukaffi með rjómatertum, brauðtertum, kaffi og kleinum...mmmmm. Verst að þekkja enga unglinga hérna í Köben. Verð búin að bæta úr því fyrir næsta vor.

Nafnlaus sagði...

A Juhhuuu... gangi ykkur fjolskyldunni vel med fermingarundirbuninginn, og gleypid ekki of margar eggjaraudur vid mæjonessu- og marengs-gerd :) kvedja til fermingarbarnssins ;)

kossar og knus,
audur