- Börnin sem koma hingað í tíma og ótíma og banka á dyrnar hjá mér til að spjalla pirra mig ekki.
- Konan á háhæluðu skónum á efri hæðinni sem stappar á þeim daginn út og daginn inn er hætt að pirra mig.
- Fjölskyldan á efri hæðinni sem virðist vera að færa til húsgögn allan sólarhringinn er hætt að pirra mig.
- Tónlistin sem kemur úr einhverri íbúðinni hérna endrum og eins pirrar mig ekki.
- Partýdýrin hér í kringum mig pirra mig ekki enda er ég svosem ekki saklaus, efast um að partýið sem var hér á föstudagskvöldið hafi verið það lágværasta í bænum.
- Fólk sem er með háværa gesti hjá sér úti á svölum um hálf 2 leytið á þriðjudagsnóttu by the way pirrar mig ekki enda er ég nú þekkt fyrir að geta sofið hvar sem er, hvenær sem er.
Það sem pirrar mig hinsvegar eru reykingar nágranna minna. Já ég get bara ekki vanist því að þegar ég opna glugga upp á gátt eða dyrnar hjá mér til að fá ferskt loft þá læðist þessi viðbjóðslega reykingarlykt inn til mín. Ekki svo hreint loft sem henni fylgir. Hér er nefnilega bannað að reykja í íbúðunum og fólk fer því út á svalirnar til að svala nikótínfíkn sinni.
Er ég smámunasöm? Æ mér finnst það ekki.
5 ummæli:
Grr já þessu er ég sammála! svo er verið að senda meil og tuða yfir partýstandi...kannski við ættum að senda BN meil um reykingar:)
Ég er alveg sammó þetta er mjög pirrandi og mesti viðbjoður
Særún, ég hef hitt annan minn betri helming hér í Færeyjum...tja eða hún hefur orðið minn betri helmingur þar sem við deilum rúmi og ég bauð henni sameiginleg fjárráð ef þess þyrfti....vildi bara láta þig vita, ljótt að segja frá svikunum svona á bloggi en ef þú vilt mig ennþá þegar ég kem heim mæli ég með því að við skráum okkur í sambúð!
Bara buffa liðið... Kv. Hildig.
særún mín... þú ert hvunndagshetjan !!!
luf,
auður
ps. takk fyrir framúrskarandi metnaðarfullt kaffiboð hér um daginn ! kaffiboð hjá jóa fel hefði verið drullukökur og djús við hliðina á þessum ósköpum !
Skrifa ummæli