Síðasta kvöldmáltíð mín (vonandi þó ekki allra síðasta) var afskaplega gleðileg. Það er reyndar alltaf gleði í huga mér þegar ég borða en í gærkvöldi var gleðin með mesta móti.
Ástæðan?
Jú, matarklúbburinn Ji er'etta Jói hóf göngu sína á ný.
Klúbburinn var stofnaður síðasta vetur af mér, Kristjönu, Ingibjörgu, Helenu og Þórdísi. Vakti hann svo mikla lukka að við gátum ekki annað en startað honum á ný.
Hróður klúbbsins hefur greinilega borist utan landsteinana því Hulda vinkona okkar góð ákvað að koma til Íslands og dvelja hér eitthvað fram á vetur til þess eins (eða ég trúi ekki öðru) að fá að vera sérlegur aukameðlimur klúbbsins. Það er nú ekki verra því það þýðir aðeins eitt, fleiri matarboð víhú.
Kristjana reið á vaðið og galdraði fram dýrindis kjúklinga/tómatsúpu og súkkulaðir/ávaxtaköku í eftirrétt með unaðslegum vanillurjóma. Ég á ekki til nógu mörg eða góð lýsingarorð til að lýsa því hve unaðslegur maturinn var.
Það er því ekki hægt að segja annað en Jói hafi farið vel af stað.
Þórdís á næsta leik og líða ekki nema tvær vikur þangað til hún blæs til veislu eins og henni einni er lagið.
Ég get ekki beðið.

Það er bara spurning hvenær Jói sjálfur sér sér fært að mæta. Hann er jú heiðursmeðlimur klúbbsins. Hann bara veit það ekki :)
9 ummæli:
Þar sem að Jói er frændi minn þá skal ég bara hringja í hann og biðja hann að banka upp á hjá þér!
Hef reyndar aldrei talað við hann eða hitt held ég, en það er annað mál...
Þurfum við ekki að láta Jóa vita af þessum klúbb...ég veit sendum honum jólakort!!
Humm mig langar í svona klúbb... það er svooo gott að borða :)
Já getum við ekki stofnað slíkan Jóhanna? t.d. "Neih, er þetta Nigella?!" eða "Sjitt, er það Siggi?!" (Hall sko)
Það væri gaman:)
ahahha það væri gaman. En greini ég einhvern háðstón vegna nafnsins?
Nei alls ekki! hehe, bara svona það sem var mér ofarlega í huga sko...
já og þetta var ég en ekki Halli að sjálfsögðu...
Hahahaha þið eruð allaf jafn fyndnar! En ég vildi bara þakka þér fyrir myndina af mínum undurfagra verðandi....og svona til að segja þér það þá fann ég örfáar myndir í viðbót frá sama tilefni!
hlakka til að sjá þig á laugardaginn!
kv. Alla
alltaf þegar ég heyri nafn Jóa Fel... þá geri ég *trukalessu raðfullnæginguna* !!! sama hvar og hvenær !
kveðja til klúbbssins,
auður
Skrifa ummæli