föstudagur, nóvember 09, 2007

Í hleðslu

Komin heim í sveitina. Ákvað að skella mér í helgarreisu til þess að slappa af og hlaða batteríin fyrir komandi átök í skólanum. Ótrúlegt hvað batteríin hlaðast fljótt hérna á Hvanneyri, ægifagurt umhverfið hefur örugglega eitthvað með það að gera.

Kom í gærkvöldi, hugsaði ég mér að ég gæti nýtt daginn í dag til að taka skorpu í lærdómnum, ein heima og nægur friður hérna í sveitinni. En rétt eins og í Reykjavíkinni þá líður tíminn bara alltof hratt og einhvernvegin verður mér ekki nóg úr verki, lesturinn gengur samt hægt en örugglega. Einhverra hluta vegna er miklu skemmtilegra að lesa hérna, skil ekkert í því.

Móttökurnar voru náttúrulega ekki af verri endanum, alltaf stjanað við mann þegar maður kemur heim. Mamma tilbúin með plokkfisk handa mér í gær og í kvöld verður kjötsúpa bara fyrir MIG enda uppáhaldsmaturinn minn mmmm.
Mikið vildi ég að ég hefði tíma til að skreppa oftar heim.
Ætli ég fari bara ekki að telja niður dagana þangað til ég kemst í næstum mánaðar jólafrí....það er ágætis leið til að halda geðheilsunni.

4 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Hvernig datt mömmu í hug að hafa kjötsúpu í kvöld???....gat hún ekki haft hana í gær og plokkfiskinn í kvöld?? ég bara spyr! Og þú færð ekki kjötsúpu nema þegar ég er ekki heima um jóli:D Gaman samt að fá þig heim;)
kv. Alla systir

Nafnlaus sagði...

Ljúf er hún sveitin

Nafnlaus sagði...

Við munum mæta og skjóta rjúpur í garðinum þínum um 6 leitið í dag! Be prepared:)

SIM sagði...

Ég væri sko til í að vera bara heima í sveitinni þinni með þér, hef aldrei komið að tómum kofanum þar get ég sagt þér;) þá gætum við líka lagt okkur í hrúgu í lærdómspásunum- ekki svo slæmt líf....