föstudagur, nóvember 30, 2007

í uppáhaldi núna

Ég veit svoldið væmið lag en einhverra hluta vegna finnst mér það óttalegt fallegt þessa dagana. Held að það sé kannski vegna þess að ég er skotin í öllu sem Timbaland snertir enda gerir hann allt að gulli.

Styttist í að næstsíðastu önninni í skólanum ljúki. Er að berjast við að klára 2 verkefni. Fer svo í 1 próf á þriðjudaginn og á þá eftir að berja saman 2 verkefnum sem verður ,,sneið af köku".
Get ekki beðið er alveg að verða bensínlaus og þarf áfyllingu.

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

það er of seint að biðjast afsökunar...það er of seeeeiiint....ég sagði það er of seint að biðjast afsökunaaar það er of seeeiiint ójeeee.

Fallegt gull..því meira sem ég hlusta á svona tónlist því meira líkar mér hún. Unglingarnir í félagsmiðstöðinni eru búin að heilaþvo mig af popptónlist. Timbaland og Timberlake..Love them

Kveðja.
Þín Guðlaug.

Nafnlaus sagði...

Já, þetta er eiginlega alveg drullugott lag. Timbaland hefur greinilega snert þig með þessu lagi, því þú ert jú úr gulli...
Hohoho! Stutt til jólanna...