Flestir borða til að lifa en það geri ég svo sannarlega ekki. Ég lifi til að borða eins og sést kannski á vaxtarlagi mínu. Alla síðustu viku hugsaði ég stanslaust um mat. Einhverjir gætu haldið að ég ætti við vandamál að stríða en ég tel svo ekki vera.
Mér finnst gaman að elda en enn skemmtilegra að fara í matarboð eða út að borða.
Það fór svo að ég eldaði aðeins einu sinni frá föstudeginum fyrir viku síðan þangað til í gær. Fór tvisvar í matarboð, annarsvegar í Friðgeir hjá Helgu J og hinsvegar til Thelmu minnar. Svo borðaði ég 3svar í vinnunni.
Að öllum þessum máltíðum ólöstuðum þá held ég að mest fullnægjandi matur sem ég hef smakkað lengi hafi ég fengið á föstudagskvöldið. Fór með nokkrum góðum stúlkum á Tapasbarinn í tilefni afmælis Þórdísar. Jesús, ég segi ekki annað. Ég fæ enn vatn í munninn við tilhugsunina um matinn. Fengum okkur allar Óvissuferð og var hver rétturinn öðrum betri. Ég get svo svarið það. Unaðsstunurnar sem heyrðust frá okkur eftir fyrsta bita af hverjum rétt voru svakalegar, svo undir tók á öllum staðnum held ég hreinlega.
Það er pottþétt mál að þangað fer ég fljótlega aftur.
Svo er bara spurning hvernig þessi vika kemur út matarlega séð. Það verður spennandi að sjá.
6 ummæli:
nammmmm.... tapas.... elska hann!!!
Særún mín, þú ert líka borin og barnfædd af mikilli matarfjölskyldu, og í þokkabót kemur inn í fjölskylduna verðandi kokkur... svo ég hugsa að þetta hafi verið ákveðið frá fæðingu þinni:)
kv. Alla
Matur er fine!!
Matur er tilgangur og uppspretta lífsins og vondur matur er guðlast!!
Sæl Sæja...takk fyrir síðast....og takk fyrir "heilsið"....já þessi læknir heitir Guðmundur...ég er mjög ánægð að þú mælir með honum...líður miklu betur;)
Sjáumst kannski í ræktinni..:)
Ég hef alltaf verið hrifin af máltækinu "þú ert það sem þú borðar"
En ég er nú samt manneskja ekki svín eða rolla
Skrifa ummæli