fimmtudagur, janúar 24, 2008

Skammdegisþunglyndi

Ég er guðslifandi fegin að vera ekki þjökuð af þeim fjanda. Þvert á móti er ég aldrei hressari en í janúar. Janúar er nefnilega mánuður gleði og fagnaðar hjá mér. Sólin fer að hækka á lofti og svo eiga svo fáránlega margir afmæli að það er ekki annað hægt en að gleðjast dag og nótt. Fyrst og fremst á ég náttúrulega afmæli (bara að minna á það). Mér finnst ekkert erfitt að eldast. Skil ekki fólk sem fær fleiri og fleiri komplexa eftir þvi sem árin bætast við. Það er fátt skemmtilegra en að halda veislu, bjóða vinum sínum og hafa gaman. Það ætla ég að gera um helgina.

Því miður hefur mánuðurinn ekki verið eintóm gleði t.d. féll borgarstjórnin og eintómir trúðar tóku við, Heath Ledger blessaður lést og svo aðalmálið, Luxor eru hættir. Veit reyndar ekki hvort ég eigi að gráta yfir því eða segja I told you so heheh.

Ég læt þó ekkert á mig fá og tek fagnandi á móti laugardeginum þegar ég verð loks Tsuttugu og fimm og fabulous.

7 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Þú ert alltaf fabulous;) Svona eins og ég er georgeous:þ
En ég kíki kannski ef ég get á laugardaginn;)

kv. Alla

Nafnlaus sagði...

Já þvílíkar fréttir að Luxor séu hættir...þessu bjóst maður ekki við, þeir sem hafa verið að gera það svo gott og eru svo töff! En ég er enn ekki búin að ná því að Heath minn sé látinn...finnst þetta alveg skelfilegt!Við Kristjana höfum planað tribute kvöld eftir prófin þar sem við munum horfa á nokkrar af þeim stórkostlegu myndum sem hann lék í blessaður. En já Sæja mín, það gleður mig að þér finnist gott að eldast, enda ekkert annað en jákvætt:)

Guðlaug Björk sagði...

Ég er afskaplega leið yfir honum Heath blessuðum. Ennig andaðist undrabarn skáklistarinnar hann Bobby nokkur Fisher. I also told you so með Luxor enda ekki skynsamlegt að skýra hljómsveit eftir arfaslöku sjónvarpstæki (Sorry steinunn það er agætt)
En leiðinlegast þykir mér fyrir utan Heath að maðurinn með fallega hárið fái ekki að vera borgarstjóri lengur því hann hafði undir i einhverju skíta mattadorspili pólítíkusanna í borginni. Gleðiefnin eru afmælið þitt særún og að sjálfsögðu að Björn Ingi nokkur Bjarnabófi er hættur í mattador og sökum gjaldþrots og leiðinda sem spruttu upp úr því

Steinunn sagði...

Gulla! Hvernig í fjandanum manstu hvernig sjónvarp ég á?? Límheili dauðans...

Haha ótrúlega fyndið kastljós akkúrat núna;)

Guðlaug Björk sagði...

límheili nei ekki svo gott. Við eigum svona sjónvarp í vinnunni og fanst gaman að því að Hr Bárðason skildi nú skýra nýju söngsveit sína eftir tækinu okkar sem þykir frekar lélegt og lúið blessað...svo sá ég bara nkl eins hjá Steinkunni

Nafnlaus sagði...

Hjartanlega til hamingju með afmælið Sæsa mín;) Verst að ég kemst ekki til þín í dag en ég kem síðar;) það máttu bóka:)

kv. Alla

Nafnlaus sagði...

Til hamingju sæta mín... sé þig á eftir... jibbí jey :*