miðvikudagur, febrúar 27, 2008

Ég hef sagt það áður og segi enn...

...tíminn líður alltof, alltof hratt þessa dagana. Alveg að koma mars og ég ekkert farin að gera af viti. Kannski ekki alveg en mér hefur allavega ekki orðið nógu ágengt í BA-skrifum eða öðrum verkefnaskrifum. Trúi því að með styttri tíma til skila og því meira stressi komi þetta allt saman og ég fari að skrifa eins og vindurinn.

Kannski eru vinna og almenn félagsstörf að taka of mikinn tíma frá mér. Ég tími samt ekki að sleppa því.

Nú það sem á döfinni er, er t.d.:
  • matarboð í kveld á Reynimelnum þar sem Anna Friðrika og Sigríður hafa komið sér fyrir,
  • á föstudaginn er árshátíð Kennó...síðasta að tvennu leyti, ég er klára skólann og skólinn er að hætta í sinni eiginlegu mynd þ.e. sameinast HÍ og þar með verður árshátíðin með öðru sniði. Kjólinn hangir inní skáp, miðinn á kommóðunni, fyrirpartý planað en enn vantar skó og sparls. Það kemur.
  • 4 vikum af verknámi að ljúka á föstudaginn. Finnst ég hafi byrjað í gær. Við tekur ein vika í staðlotu og svo aftur verknám. Mikið hlakka ég til að fara aftur í verknámið. Er að fíla mig í botn og fæ að sjá og gera heilan helling.
  • Ekki má gleyma vörutalningunni í Hagkaup..nú er verið að safna fyrir einhverju útskriftargeimi.
  • Líklega bæði Friðgeir og Jói í næstu viku mmmmm ekki amalegt það.
  • Búin að panta miða á Kommúnuna 11. mars. Stefnumót mitt og Gael Garcia er því á næsta leyti.
  • Páskarnir eftir rétt rúmar 2 vikur. Unaður, býst við að eyða þeim að mestu leyti heima í faðmi fjöllunnar og BA-ritgerðarinnar enda þýða páskarnir aðeins eitt...ekkert jesú kjaftæði nei nei þeir þýða að það styttist ógurlega í fyrstu skil ritgerðarinnar. Fjör fjör.
  • Þegar páskunum lýkur ætla ég að hlusta á alla geisladiskana mína eins og enginn sé morgundagurinn því þá fæ ég afmælisgjöfina mína frá fjöllunni....hef ekki átt geislaspilara síðan fermingargræjurnar gáfust upp á mér.
    Óóó fallegt er það

Nóg í bili.....ég var víst með markmið fyrir daginn í dag...efast um að ég nái þeim

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Sannarlega er það fallegt útvarpið sem ég ætla að gefa þér:) En hvenar hefur þú hugsað þér að koma heim fyrir páska? er bara svona að velta því fyrir mér hvort ég fái að eyða einhverjum tíma með þér...þar sem ég fer jú út 22. mars

Sæja sagði...

Ég kem líklega 16. svo hafðu engar áhyggjur. Þú ferð nú bara út þegar páskarnir eru búnir góða.