Ég get ekki annað en verið svolítið pirruð núna, kannski er svekkt rétta orðið. Veit ekki. Ég ef allavega lifað í allmikilli afneitun síðustu þrjú ár ef svo má segja.
Ég vissi það mæta vel áður en ég valdi mér nám að Þroskaþjálfar væru ekki vel launaðir...vægast sagt.
Í dag var ég á Málþingi Þroskaþjálfafélags Íslands, Landsamtakanna Þroskahjálp og Kennaraháskóla Íslands og varð loks að horfast í augu við staðreyndirnar. 2
20.000-245.000 sirka eru þau byrjunarlaun sem í boði eru fyrir nýútskrifaðan Þroskaþjálfa eftir því hvaða starfsvettvang maður velur sér. Að sjálfsögðu er þetta fyrir utan allt álag og aukatíma en come on, byrjunarlaun eru þetta. Þetta er allt sem maður fær eftir þriggja ára háskólanám piff.
Ég var farin að láta mig dreyma um að vinna svona einu sinni 8-4 vinnu og vera í fríi um helgar en það er líklega ekki í boði ef ég vil fá eitthvað útborgað. Jahh eða bara svo ,,vel" að ég geti lifað af laununum mínum. Oooo.
Eflaust segja einhverjir ,,en þú valdir þetta", já að sjálfsögðu gerði ég það en það á nú líka að vera þannig að maður geti valið sér starf og starfsvettvang í samræmi við áhugasvið sitt. Ég hef fundið mig í vinnu með fólki og þar ætla ég að vera en vil að starf mitt sé metið að verðleikum. Ég þarf líklega að bíða eitthvað eftir því.
Svolítið pirruð í augnablikinu en kannski að lund mín léttist eftir næstu kjarasamninga....ég stórlega efast.
Annars verð ég bara að lifa á gleðinni og hamingjunni sem starfið veitir mér heheh.
5 ummæli:
ó god ég var í svona svakalegum pirring og biturleika yfir þessu í upphafi hausts.....og er enn. Holy fokk. Ekki skrítið að það vanti fagfólk...eins og kom fram á málþinginu ekki myndi skólastjóri ráða 17 ára ófaglærða manneskju (með fullri virðingu) sem kennara..en það er ekkert mál á okkar starfsvettvangi..sparar pening og auðveldara að fá vinnuafl í þessi störf. Jesus josephs hvað þetta er´mikið óþol. Gullu sem fjármálaráðherra JÁ TAKK.
Ó mæ!!!!
Þetta er eins og tala útúr mínu hjarta Særún.. af hverju er þetta svona mikið prumphænsnakerfi sem er í boði fyrir fólk sem vill vinna með fólki????
Forgangsröðin er ekki allveg í réttri röð hjá þessu liði...
En hopes up fyrir kjarasamningana!!!!
Hafðu það gott,
kv lára
Já þetta verður að laga og við munum taka þátt í þeirri baráttu af fullum krafti! Ekki satt??
Já launin eru víst ekki til ad hrópa húrra fyrir svo mikid er víst.
Tó verd ég ad hrósa adeins sambylinu sem ég var ad vinna á sídasta vetur og sumar tví rétt í thessu var mér ad berast launasedill í pósi - launasedill fyrir janúarmánud. Tar sem ég hef ekki stigid fæti inn fyrir dyr stofnarinnar í 8 mánudi hef ég ákvedid ad líta á thetta sem "jólabónusinn" í ár.
...ætli ég neydist samt ekki til ad hringja í lidid og spyrja hvad sé í gangi.
ojj hef þetta líka svona með iðjuþjálfann..ömurlegt..við erum mikilvægt fagfólk..jafn mikilvæg og eikkað bankafólk eða barasta meira..helv andsk. En þetta er gaman..það bjargar
Hafðu það annars gott
kveðja frá Köben
Sibba
Skrifa ummæli