sunnudagur, mars 02, 2008

Árshátíð Kennó

var á föstudaginn á Broadway. Skemmti mér ansi hreint vel enda félagsskapurinn ekki af verri endanum. Mætingin hjá bekknum hefði að sjálfsögðu mátt vera betri en við 6 sem mættum gerðum gott úr þessu. Síðasta árshátíðin hjá Kennaraháskólanum þar sem hann er að sameinast HÍog svo síðasta árshátíðin hjá mér þar sem ég er að útskrifasst. Þess vegna gat maður ekki annað en mætt.

Hittumst heima hjá mér í smá fordrykkju áður en haldið var á Broadway.

Maturinn, skemmtiatriðin, veislustjórinn og ballið stóð allt fyrir sínu.
Læt bara fylgja með nokkrar myndir...


Heilsan í gær var kannski ekki alveg uppá sitt besta en ótrúlegt en satt þá rjátlaðist þynnkan af mér ansi fljótt. Nóg af vatni, svefni og hangsi gerði mér gott.

Fór svo að sjá Flugdrekahlauparann í gærkvöldi. Varð ekki fyrir vonbrigðum, falleg mynd um hræðilega atburði. Myndin fylgdi bókinni vel eftir þó ég verði nú að viðurkenna að bókin var mun betri enda ein besta bók sem ég hef lesið.

Í dag er planið að læra, eta og vera glöð.

Brunch á Vox í boði Ingibjargar er aðalliðurinn í dagskrá dagsins. Ekki amalegt það.

5 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Þetta var nú alveg óviðjafnalega skemmtilegt kvöld! Og fallegar vorum við... það er ekki spurning! :)

Steinunn sagði...

Ójá við erum með fallegra fólki sem fyrirfinnst!

Guðlaug Björk sagði...

Vá hvað ég er mikið gimp á efstu myndinni jesús minn fallegt

Thelma litla sagði...

Komment við síðustu færslu:

Særún, ekki virðumst við Sjöfræknu fá að njóta alls þessa félagslífs sem þú þykist vera að stunda hægri vinstri. Vér mótmælum allar að þú skulir ekki vilja leika meira við okkur!

Sæja sagði...

Thelma mín það þýðir ekki að hanga heima vælandi. Hafðu frekar samband og pantaðu tíma.