miðvikudagur, maí 28, 2008

Hvað skal segja, hvar skal byrja

Núúú lífið leikur við mig eins og fyrri daginn.

Byrjuð að vinna og hef furðugóðan hemil á krakkagemlingunum. Missti reyndar röddina eftir fyrstu vinnuvikuna en hún er öll að koma til baka.
Held ég eigi bara eftir að una mér vel í leikskólanum....ég er jú á sama plani og sum börnin:) Ekki er verra að fá að vera úti mikinn hluta dagsins og vera því í sólbaði á kaupi....því jú sólin er á leiðinni og ætlar að staldra við í ALLT sumar.

Næst á dagskrá í mínu lífi er yndissumarbústaðaferð um helgina með nokkrum stúlkukindum. Planið er að slappa sem mest af.

Ekki veitir af þar sem rétt tæp vika er í Londresferð mína með Steinku og Jóu. Ó mæ Ó mæ.
Verð víst að hafa næga orku í búðarráp og skemmtilegheit.
Missionið er að finna guðdómlegt útskriftardress því ég er jú að útskrifast 14.júní. Á reyndar enn eftir að fá eina einkunn en hef ekki áhyggjur. Hefði einmitt átt að vera aðeins stressaðri yfir B.A.bjútíinu mínu. Fékk 9 fyrir meistarastykkið og gæti ekki verið ánægðari.

Nóg af tilgangslausum sögum úr lífi mínu.....best að upphefja sjálfa sig aðeins með því að birta frétt af miður gáfuðum manni....

Reyndi að blása upp son sinn
Kambódía Kambódískur faðir verður líklega ekki ákærður fyrir að slasa fimm ára son sinn alvarlega með því að reyna að blása hann upp.
Kambódía Kambódískur faðir verður líklega ekki ákærður fyrir að slasa fimm ára son sinn alvarlega með því að reyna að blása hann upp. Hrein heimska er nefnilega ekki ólögleg, að sögn þarlendrar lögreglu. Faðirinn dældi lofti inn í drenginn með því að stinga loftþrýstislöngu upp í endaþarm hans. Hann kvaðst aðeins hafa verið "að leika sér með stráknum".
Drengurinn var fluttur með hættulega útþaninn kvið á sjúkrahús en er allur að braggast. Faðirinn sér að sögn mikið eftir fíflaskapnum.
...blessaður maðurinn stígur ekki í vitið annað en ég huhumm

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Þetta er ógeðsleg frétt og ég vil varla hafa hana á síðunni þinni fallegu... Já það styttist í orlofið okkar, það verður frábært skál ég lofa þér og leggja mig alla fram um að skemmta ykkur stallsystrum mínum :)