þriðjudagur, nóvember 14, 2006

Hér hafiði það!

Elskuleg Hulda sendi mér þetta um daginn, ákvað bara að svara þessu hér til gamans. Einstaklega skemmtilegt fyrir þá sem vilja æfa sig í dönskunni, kýs þó að svara á ástkæra ylhýra.

1. Hvad tid stod du op i morges? Ekki skóli hjá mér fyrr en um 12, ætlaði samt að vakna um 8 svo ég gæti lært aðeins í morgun. Klukkan hringdi kl 8 en ég fór ekki framúr fyrr en 9 og þurfti að sinna ýmsum morgunverkum svo ég byrjaði ekki að læra fyrr en 10 úpps.
2. Diamanter eller perler? Eru ekki demantar bestu vinir stelpna, það sagði Marilyn allavega. Annars er ég meira fyrir perlurnar eða kannski bara jafn mikið.
3. Hvilken film var den sidste, du så i biografen? Síðast sá ég The Guardian, vann miða á hana hefði líklega ekki farið á hana annars. En síðast borgaði ég mig inná Börn og varð ekki fyrir vonbrigðum.
4. Hvilket TV show/serie er din favorit? Ég horfi á allan andskotan í sjónvarpinu. Má samt helst ekki missa af One Tree Hill, Americas next top model og Despó, allt mjög svo menningarlegir þættir. Annars er svo gott að vera með Skjá einn að maður horfir bara á endursýningar ef maður hefur misst af og hinu hleður maður bara niður:)
5. Hvad har du spist til morgenmad? Heimalagaðan Hafragraut með eplum útí, ég er svo myndarleg og heilsusamleg
7. Hvilken mad-stil er din favorit? Ég borða flest allan mat en ef ég á að segja að eitthvað sé í uppáhaldi þá er það Austurlenskur matur og svo að sjálfsögðu mömmu matur, þá sérstaklega jólamaturinn.
8. Hvilken mad kan du ikke lide? Lifur, finnst þau bara ekki góð.Mamma reyndi stundum að plata mig með því að gera einhvern pottrétt úr þeim en ég fann alltaf ógeðslega lifrarbragðið í gegn. Hákarl finnst mér heldur ekki góður, kannski með brennivíni, veit ekki.
9. Hvilken kartoffelchip er din foretrukne? Ég er veik fyrir kartöfluflögum og ét allar gerðir með góðri lyst.
10. Hvilken CD er din favorit for tiden? Í augnablikinu er það Puppy með Togga og allt með James Morrison. Afskaplega easy listening tónlist.
11. Hvilket mærke er din bil? Á ekki bíl en af og til kalla ég mömmubíl minn eigin og er hann Toyota Corolla, Toyota-tákn um gæði svo sannarlega. Annars geng ég allt sem ég þarf að fara.
12. Hvilken sandwich foretrækker du? Kjúklingasamlokur með góðri sósu og miklu grænmeti. Hef engan sérstakan stað í huga.
13. Hvilke menneskelige egenskaber tager du afstand fra? Neikvætt fólk, fólk sem gerir mikið úr hlutunum og þá sem telja sig betri en aðra.
14. Favorit tøj? Mér finnst nú best að vera í skinkufötunum mínum, sad but true.
15. Hvis du kunne rejse på ferie et hvilket som helst sted i Verden,hvor skulle du rejse til? Langar alveg svakalega mikið til Asíu, Ástralíu eða USA, þá New York eða San Fransisco. Væri líka alveg til í að skreppa til Sevilla.
16. Hvilken farve er dit badeværelse? Fallega grænt, get ekki lýst litnum, svo eru hvítar flísar líka.
17. Favorit tøjmærke? Ég er allsengin merkjafrík og sérstaklega stolt af því. En það merki sem ég á mest af fötum frá er líklega Divided frá HogM. Annars væri ég til í að eiga fullt af fötum frá Nikita.
18. Hvor ville du gerne trække dig tilbage, når du skal pensioneres? Úff veit ekki, væri til í að búa í litlu kósý húsi útí sveit en samt ekki of langt frá borg. Nægilega langt til að geta verið í friði en nógu stutt frá til að sækja allskonar viðburði. Væri svo til í að eiga eitt sumarhús á Spáni.
20. Hvor er du født? Á fæðingardeildinni á Akranesi. Bestu fæðingardeildinni á landinu að margra sögn og þótt víðar væri leitað.
21. Hvilken sport foretrækker du at se? Finnst gaman að horfa á mína menn í körfu. Hef gaman af allskonar dansi. Annars get ég horft á flestar íþróttir ef ég er í þannig stuði. Hef staðið mig að því undanfarið að festast yfir golfi og pool ótrúlegt en satt.
24. Hvilket skyllemiddel bruger du? Nota ekki mýkingarefni, algjör óþarfi.
25. Coca-Cola eller Pepsi? Bara bæði betra, sérstaklega úr dós.
26. Er du A eller B-menneske? Eiginlega misjafnt. Held samt að síðustu ár sé ég frekar B-manneskja en get þó alveg lifað af þó ég vakni snemma.
27. Hvilken skostørrelse bruger du? Svoldið misjafnt en oftast 38.
28. Har du nogle kæledyr? Neibb ekki í augnablikinu, má heldur ekki hafa gæludýr hér í stúdentaíbúðunum þó einhverjir séu að svíkjast undan heyrir ég:/
29. Nogen interessante eller spændende nyheder, du har lyst til at dele med alle? Ó nei, ekkert spennandi að gerast í lífi mínu þessa dagana.
30. Som barn, hvad ville du da være, når du blev voksen? Ég ætlaði nú oftast að verða söngkona eða leikkona annars skipti ég ansi hratt um skoðun.
31. Favorit slik?Sterkir molar, kúlur, kúlusúkk og eiginlega bara allt íslenskt nammi. Íslendingar eru snillingar í nammigerð.
32. Hvad er dit bedste barndomsminde? Æ ég veit ekki, barnæska mín var nú eiginlega bara eintóm gleði og hamingja.
33. Hvilke forskellige jobs har du haft? Unglingavinna, barnapía, afgreiðslustúlka í sjoppu, umönnunaraðili á Dvalarheimili, sumarbúðir fyrir fatlaða, liðveisla, þjónn, starfstúlka á leikskóla og man ekki meir.
34. Hvilken farve er det undertøj, du har på pt? Svartur brjóstahaldari og brúnar, bleikar og grænar naríur.
35. Øge/kælenavne? Sæja er það mest notaða. Hef líka verið kölluð Sæsa eða Sæsa Ben, Sören og Sæmundur.
36. Har du nogen piercinger? Bara í eyrunum.
37. Øjenfarve? Blágrá held ég.
38. Har du nogensinde været i Afrika? Nei því miður en munaði afskaplega litlu þegar ég var á Spáni þar sem ég sigldi rétt við landamæri Afríku og Spánar.
40. Har du elsket nogen så meget, at du kunne græde? Já að sjálfsögðu.
41. Har du været involveret i en bilulykke? Ó guð já, hef verið afskaplega óheppin í þeiom efnum. Hef sem betur fer alltaf sloppið vel.
42. Croutoner eller bacon-stykker? Bacon stykki þó ég viti ekkert hvernig þau eru.
43. Favorit ugedag? Hreinlega veit það ekki en líklega föstudagar og laugardagar.
44. Favorit restaurant? Á mér engan uppáhaldsstað, er yfirleitt ánægð svo lengi sem ég fæ að borða. Kannski samt mexíkanski staðurinn í Sevilla sem ég man ekki hvað heitir í augnablikinu.
45. Favoritblomst?Rósir eru alltaf fallegar og sólblóm
46. Favorit is? Kaffiísinn og með hvítu súkkulaði á Café Indias í Sevilla.
47. Disney eller Warner Brothers? Disney ekki spurning. Er veik fyrir flottum og skemmtilegum teiknimyndum.
48. Foretrukne fastfood restaurant? Æ veit ekki.
49. Hvilken farve er dit sengetæppe? Hvítt.
50. Hvor mange gange dumpede du til køreprøven? Aldrei, náði því að sjáfsögðu í fyrstu atrennu.
52. I hvilken butik ville du gå amok og tømme dit kontokort? Svo margar. HogM og Ikea eru líklega í fyrsta sæti, kannski líka Habitat, Epal og Kokka.
53. Hvad gør du som regel, når du keder dig? Skoða allar heimsins veraldarvefssíður eða horfi á sjónvarpið.
54. Hvad tid går du som regel i seng? Misjafnt en reyni að fara rétt fyrir 12 á virkum dögum svo ég vakni hress á morgnana.
56. Hvem var den sidste, du var ude at spise med? Það hefur verið mín ástkæra fjölskylda.
58. Hvad lytter du til lige nu? Ekki neitt fyrir utan bílaniðinn fyrir utan og öskur í krökkunum í Ísaksskóla.
60. Sø, hav eller flod? Hav held ég þó ég geti verið afskaplega hrædd þegar útí það er komið.
61. Hvor mange tatoveringer har du? Eitt sem á víst að vera farið en er sem fastast á mér, sem er bara fínt.
62. Hvad kom først, hønen eller ægget? Veit ekki alveg, hef ekki myndað mér skoðun.
65. Opdagede du, at der ikke var spørgsmål med numrene 6, 19, 39, 57 og 59? Gerði það en vissi það líka áður en ég svaraði spurningunum.

Til hamingju ef þú hefur komist í gegnum þetta allt.

7 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Svo þú vitir það kæra systir þá held ég að skemmtilegasti atburður í lífið þínu þegar þú varst lítil var þann 13 september 1989!:D En fyrst þú nefninst á bílpróf í þessu bloggi þá vildi ég bara koma því að að ég náði verklega bílprófinu núna rétt áðan með 0 villur:D

Nafnlaus sagði...

Ég las þetta allt í gegn samviskusamlega og tel mig bættari fyrir vikið. Ætla núna að fara að ímynda mér þig á naríunum í tölvunni svarandi þessum spurningum:) -Margrét

Thelma litla sagði...

Juhh, held ég þurfi aðeins lengri tíma í þetta!! En ég MUUUUUUUUUN komast í gegnum það! Hmmm...
Var barað fatta þessa brandnýju síðu þína í dag:) Til lukku með þetta Zæzz, MEGATÖFF!!

Nafnlaus sagði...

Sören og Sæmundur ???

Nafnlaus sagði...

Já Auður mín, það er ekki allt sem þú veist um mitt fyrra og mjög svo æsandi líf. Var ekki karlmaður en engu að síður kölluð þessum nöfnum, afarsjaldan þó.

Kristjana Páls sagði...

Sæl...viltu koma í IKEA einhverntíman?

Nafnlaus sagði...

Vó, nú er ég um það bil 65 spurningum fróðari um þig Sæja mín. Ekki tók ég eftir að það vantaði nokkur númer í spurningarnar...svona er maður upptekin af að heyra hverju þú svarar...hehe