sunnudagur, nóvember 12, 2006

Æ mig auma

Ef einhver sem ekki þekkti mig væri á gangi á eftir mér myndi sá hinn sami annaðhvort halda að á undan sér gengi níræð kelling eða kona komin 9 mánuði á leið með alvarlega grindargliðnun. Þannig labba ég nefnilega í dag.
Líkami minn er gjörsamlega í hassi og þá sérstaklega bakið. Finn til við minnstu hreyfingu. Hugsa að vinna mín sem þjónn undanfarnar helgar eigi einhvern þátt í því. Get ekki ímyndað mér hvernig þjónum í fullri vinnu líður, hljóta að þurfa að vera í mikilli líkamsrækt samhliða vinnunni til þess að eyðileggja sig hreinlega ekki.
Ég auglýsi því hér með eftir einhverjum góðhjörtuðum sem vill koma og nudda mig smá, jahh eða bara gefa mér gjafakort í nudd :)

Í staðin fær sá hann sami einn af mínum ómóstæðilegum kossum!

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Særún
Ég frétti af fallegum hestamönnum að hestamannaárshátíðin væri núna á laugardaginn.. er mjög miður mín að hafa ekki komist suður til að vinna á henni, það er nefnilega stööð! Ung kona hafði nefnilega sagt mér að hún væri næstu helgi..humm humm!