fimmtudagur, nóvember 23, 2006

Mmmmmmmm


Það er nú ekki í frásögu færandi en ég fór í búð í gær og á innkaupalistanum var kaffi. Þegar kom að þvi að velja tegund var ég ekki í vandræðum, sá nefnilega að jólakaffið Grýlukanill frá Kaffitár var komið í hilluna og skellti mér á einn poka. Hafði aldrei smakkað það en ákvað að gefa því séns, ekki skemmdi fyrir að lýsingin var einstaklega girnileg eða ,,Kemur öllum í jólaskap. Ríkjandi bragð af kanil og heslihnetum". Og ég var svo sannarlega ekki fyrir vonbrigðum. Þvílíkt og annaðeins unaðskaffi hef ég aldrei smakkað á ævinni. Mæli því með því að allir unnendur góðs kaffis fari hið snarasta og kaupi einn poka (nei ég er ekki á prósentum hjá Kaffitár). Þetta er svona kaffi sem er til í einn mánuð á ári og um að gera að njóta þess á meðan.
Lyktin af því er svo mikil og góð að nú 2 tímum eftir að ég hellti uppá angar allt ennþá.

Kannski ég fari bara og helli mér uppá annan bolla;)

5 ummæli:

Nafnlaus sagði...

mmm... hvernær er manni boðið í tíu dropa?- Margrét

Nafnlaus sagði...

Kæra mágkona þú kannski sendir mér einn pakka fyrir jólin. Þetta er kannski leiðin fyrir Oddnýju að fá jólalykt í íbúðina.

Kv. frá Danaveldi

Nafnlaus sagði...

Thad er ylur af kaffisopanum...

Nafnlaus sagði...

er Y-fsilon i ylur ?

Nafnlaus sagði...

mmmm...hljómar vel!