fimmtudagur, nóvember 30, 2006

Stelpan er í stuði.



Heldur betur. Andlegt ástand mitt er á stöðugri uppleið í þessum töluðu orðum. Búin að skila af mér heilum bunka af verkefnum og á nú aðeins eftir að klára eitt sem verður klárað á morgun. Þá er það frá og ég get snúið mér að prófalestri.
Í tilefni af verkefnaskilum ákvað ég að vera góð við mig og skellti í muffins. Sem eru einmitt í ofninum núna og bökunarilmurinn farin að líða um loftið. Ætla svo að þrífa íbúðina aðeins, ekki veitir af. Skemmtilegra að hafa hana hreina þegar prófin byrja næsta þriðjudag. Leiðilegra að allt sé í drullu og skít.
Svo eftir smá stund er öllum velkomið að kíkja við í glansandi fína íbúð og nýbakaðar súkkulaði/banana muffins og mjólk. Gerist ekki mikið betra.

Það má heldur ekki gleyma stórfréttunum sem ég fékk í gær og gleðja mig ekki síður en ofantalið. En elsku besta Guðný ætlar að heiðra okkur hér á Íslandi með nærveru sinni. Lendir hér þann 11. des eftir ansi langt ferðalag frá landi kengúranna og Nágranna.
Ekki amaleg algjörlega óvænt jólagjöf það:)

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

mmm...banana/súkkulaði muffins með mjólk...ég held ég hoppi bara uppí næsta flug og komi til þín Sæsa mín...

Hulda hefur talað... sagði...

mmmmmmm muffins. Sit hérna nybuin ad borda turrt pasta frá tví í gær og tví hljómar muffins afar afar afar vel....og íslensk mjólk fimmfalt mmmmm. Gangi tér vel ad lesa 'skan.
p.s. grrrrrr fyrir gudnyju