Ég fór svo og eyddi smá peningum. Þeim var vel eytt í þetta sinn. Keypti afmælisgjafir handa ástkærri móður minni sem á afmæli á sunnudaginn. Fyrst ég var nú á ferðinni leit ég við í Hagkaupum þar sem ég datt heldur betur í lukkupottinn. Hitti hann þennan um leið og ég gekk inn. Það var bara eins og örlögin væru að verki. Við litum hvort á annað og brostum og fórum svo á bakvið í sturtu saman. Nei ok, kannski ekki alveg en ég ,,hitti" hann Jóa minn.

Ég fór svo bara heim með gleði í hjarta og bros á vör. Þegar heim var komið kveikti ég á sjónvarpinu til þess að sjá aðeins hann Felix minn sem ég hef ekki séð svo lengi. Var ekki Jói minn mættur í heimsókn til Fella og Gunnu. Hvílík tilviljun. Tvisvar á sama degi.
Gerist það mikið betra?
4 ummæli:
Já særún...augljóslega fædd undir heillastjörnu!
og heillastjarnan leiddi ykkur saman!
Vá Særún...þetta er tákn frá guði! Held að Stjana geti frætt þig betur um hann eftir heimsóknina í gær;) Úfff elskan, þú og Felli...amazing!
ÞVílíkur unaður hann Jói kallinn, það var greinilega eitthvað í loftina þarna!
Skrifa ummæli