þriðjudagur, desember 19, 2006

Komin heim í heiðardalinn

Já svo sannarlega. Mætti hress og kát í sveitina í gærkvöldi og það er ekki hægt að segja annað en að mín bíði ágætis vinna fram að jólum við að gera allt hreint og fínt hér heima. Húsið er meira og minna rykugt eftir miklar framkvæmdir hér undanfarna mánuði. Reyndar er ég ekki alkomin heim þar sem ég þarf að ,,skreppa" á ball á fimmtudagskvöldið og svo ,,skreppa" í vinnunna á föstudaginn. En þangað til verð ég hér heima.

Get ekki neitað að það er komin nettur dansfiðringur í kroppinn fyrir fimmtudagskvöldið. Þá er hið árlega Háskólaball og munu Sálarmenn skemmta lýðnum.

Hópur föngulegra stúlkna ætlar ekki að láta sig vanta þetta árið enda hafa menn haft orð á því að hingað til hafi vantað herslumuninn í að þetta ball sé sem geðveikast og vona ég að við stöndum undir væntingum.


Jæja þarf að sletta í eins og eina smákökuuppskrift, sú sem verður fyrir valinu í dag heitir Dagur.

Lifið heil og ekki missa ykkur í jólageðveikinni.

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Sjáumst á balli- úff hvað það verður ljúft að hitta ykkur allar. Hafðu það gott í sveitinni þangað til:) Margrét

Nafnlaus sagði...

Heykanínaaaaa...