mánudagur, desember 04, 2006

Tataramtaaa

Þá er komið að því enn eina ferðina. Próftíðin ógurlega er hafin í öllu sínu veldi. Tek þrjú próf þetta skiptið og er það fyrsta á morgun, næsta á fimmtudag og síðasta á föstudaginn í næstu viku.


Vil vekja athygli á að það er stranglega bannað að haga sér eins og fólkið á myndinni hér fyrir ofan þegar maður er að taka próf. Þar sem fyrsta prófið mitt er heimapróf þá á ég afskaplega erfitt með að svindla á þennan hátt. Geri mér bara lítið fyrir og tala við bekkjarfélaga mína ef mig vantar hjálp. Guði sé lof fyrir msn á svona tímum.

Ég er allavega hress sem fress og tilbúin í slaginn.
Ykkur lesendum góðum til yndisauka og fróðleiks þá er ég að fara í próf í Aðferðum í starfi með fötluðum á morgun, á fimmtudag er próf í Fötlunum og taugasjúkdómum og síðasta prófið er um Geðraskanir.
Góðum straumum og hlýjum hugsunum er einstaklega vel tekið, ég mun einnig hugsa til ykkar.

6 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Gangi þér súper vel í los pofos....þú massar þetta eins og annað sem þú tekur þér f. hendur

Kv. Inga Berglind

Nafnlaus sagði...

thad verdur nog af hlyju hugsununum...

Kristjana Páls sagði...

namm og þú ert nammikaka gangi þér vel frostrósin mín:D

Nafnlaus sagði...

Gangi þér vel hon..sendi strauma héðan:)

Nafnlaus sagði...

Elllllskan! Góðar hugsanir til þín sömuleiðis! Mússímússímúss!

Nafnlaus sagði...

Fullt af góðum straumu héðan Sæsa mín....;)