Ótrúlegt hvað hlutirnir geta breyst á örskömmum tíma. Fyrir minna en klukkutíma síðan pantaði móðir mín ferð fyrir okkur systurnar til Århus hvorki meira né minna. Ég sem var ekkert á leið þangað í bráð. Verður reyndar ansi mikill skottúr í þetta sinn. Rétt skellum okkur frá föstudegi til sunnudags, 17-19 feb. Verðum þó nógu lengi til að knúsa sætustu stelpurnar í Danaveldi og þótt víðar væri leitað.

Aðaltilgangur ferðarinnar er einmitt að passa systurnar eina kvöldstund svo foreldrarnir komist á þorrablót Íslendingafélagsins. Skemmtilegra að þau fari þangað þar sem heimilisfaðirinn er nú í þorrablótsnefndinni. Það mætti halda að það væru ekki til barnapíur í Århus, hugsa bara að þær séu ekki eins færar og við.
Ég græt það allavega ekki að fá að skreppa í helgarferð og kíkja kannski einn hring í H og M.
Jey!

Aðaltilgangur ferðarinnar er einmitt að passa systurnar eina kvöldstund svo foreldrarnir komist á þorrablót Íslendingafélagsins. Skemmtilegra að þau fari þangað þar sem heimilisfaðirinn er nú í þorrablótsnefndinni. Það mætti halda að það væru ekki til barnapíur í Århus, hugsa bara að þær séu ekki eins færar og við.
Ég græt það allavega ekki að fá að skreppa í helgarferð og kíkja kannski einn hring í H og M.
Jey!
6 ummæli:
Þetta á eftir að vera unaðsleg ferð hjá okkur systrunum....en svona aðeins til að leiðrétta þig þá er þetta 16-18 febrúar:D Hlakka til:D
kv. Alla
Þar sem þú ert svo dugleg við að ávaxta peningana í H og M elsku systir viltu þá minna mig á að láta þig hafa H og M kortið mitt svo ég græði kannski eitthvað á þessu.
Hvernig væri svo að fara að stoppa í Köben...hættu að panta þér svona stuttar ferðir;) Hulda
Já Hulda mín það hlýtur að koma að því. Bæði í síðasta skiptið og núna þá var það ekki ég sem pantaði þannig að það er ekki við mig að sakast.
Fljugidi a Billund eda getum vid farid i sleik a Kastrup ?
ja... thetta er Audur ;)
Skrifa ummæli