...eða svona næstum. Þetta er allt að koma. Er rétt að snúa sólarhringnum við eftir ansi hreint óhollan viðsnúning yfir hátíðarnar. Er mætt í borg óttans og sit bara heima hjá og bíð eftir að skólabjallan hringi á ný. Nei kannski ekki alveg. Það gerist hinsvegar næsta mánudag, þá hefst mín 4 önn í háskólanum. Takk fyrir takk er hálfnuð hvorki meira né minna. Held áfram að vinna á leikskólanum með skólanum en fæ nýjan vinnutíma núna enda þarf hann að passa við stundatöfluna. Sem er afskaplega óvinnuvæn í þetta skiptið en hef þó 2 lausa morgna til þess að skreppa í vinnunna áður en ég mæti í skólann. Það hlýtur að vera hressandi. Eflaust ekki til betri leið til að veikja mann ærlega en að hanga með litlum gríslingum.
Hef ekki gert mikið eftir að ég kom í borgina enda var það bara í fyrradag. Nota þessa síðustu frídaga mína vel. Þeir fara m.a. í vinnu, verslunarleiðangra, snýtingar og almenn skemmtilegheit. Kortið fékk aðeins að finna fyrir því í skemmtiferð okkar Ingibjargar í dag. Kom heim með ýmiskonar óþarfa en einnig þarfa eins og eitt stykki úrvals prentara. Tel mig hafa gert einstaklega góð kaup þar. Annars held ég að það sé vandamál hjá mér hvað mér finnst hrikalega gaman að kaupa hluti, sama hvort þeir séu handa mér eða öðrum. Verst að maður þarf að borga fyrir þá með sínum eigin peningum. Finn til með bankareikningnum mínum.
Vill ekki bara einhver gefa mér peninga gagngert til að eyða?
2 ummæli:
Jeg skal gefa ther peninga... Tharf kannski ad selja mig meira i thessum manudi en odrum til ad fjarmagna gjofina... en hvad geri jeg ekki fyrir thig særun min...
Ég veit um hlut sem vekur mann meira en að vera með litlum krökkum á morgnanna....það er að fara á fótboltaæfingu kl. 8 á morgnanna....nákvæmlega það sem ég var að gera áðan:D
kv. Alla bestasystir:D
Skrifa ummæli