sunnudagur, mars 18, 2007

Daginn í dag....



Vatnsberi: Þú ert á ferðinni og þeim mun minni farangur sem þú hefur, því betra. Reyndu að vinna í góðum skorpum og hvíla þig inn á milli - þannig kemurðu meiru í verk.
Stjörnuspáin mín í dag á einkar vel við. Þar sem ég er í heimaprófi þessa helgina og þarf víst að vera búin með það í kvöld. Held ég taki hana alvarlega og vinni í skorpum.
Fyrsta skorpa dagsins mun því hefjast eftir fyrsta kaffibolla dagsins sem ég mun fá mér eftir örskamma stund.

2 ummæli:

Thelma litla sagði...

Þú ert dugnaðarforkur Særún Ósk, það verður ekki tekið af þér!! :)

Hulda hefur talað... sagði...

Að gera svokölluð hunangsstopp inni á milli er AFAR mikilvægt. Ég er þannig að ég þarf að verðlauna sjálfa mig fyrir að vinna....þúveist svona "OK núna skrifa ég í klukkutíma og þá má ég fara á netið í korter" dæmi...versta er að þetta virkar ekki alltaf og hunagsstoppin mín eiga það til að verða aðeins of mörg;) Ég er assgoti góð í að verðlauna sjálfa mig.