Varð bara að setja þetta myndband inn fyrst það er fáanlegt á veraldarvefnum.
Myndbandið var semsagt tekið þegar Thelma og Telma komu okkur hinum Búlgaríubúbbunum á óvart og mættu bara Surprise til Búlgó. Það er ekki hægt að neita því að taugatitringurinn var ansi mikill á þeirri stundu. Sjaldan eða aldrei hef ég verið eins nálægt því að fá einhversskonar áfall.
Dagurinn í dag er fallegur fyrir margar sakir. Þá helst vegna þess að í dag verður 24 ára afmælisdegi (sem er á morgun) Telmu fangað heitt og innilega. Við stúlkurnar ætlum allar að hittast seinnipart dags og gera eitthvað crazy áður en haldið verður í partý á heimili Telmu og leiðin liggur svo síðla kvölds á skemmtistaði borgarinnar þar sem léttur dans verður stiginn. Ekki amalegt það!
laugardagur, mars 10, 2007
Falleg minning á fallegum degi
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
3 ummæli:
Sælar
Frænkur þínar áttu eiginlega ekki orð yfir þessum tilfinningum og voru ekk alveg að átta sig á því hvort þetta væri hlátur eða grátur eða bara bæði.
Kveðja Ásrún og Þóra
Ótrúlega gaman að þessu myndbandi...vá hvað þið eruð eitthvað krúttlegar. Bið kærlega að heilsa Telmu, kysstu hana frá mér og taktu nokkur spor fyrir mig beibí.
Ást Hulda
HEHEHEHEHEHEH Snild..
Skrifa ummæli