Það ætla ég rétt að vona því ég mun eyða sumrinu í einu slíku. Jebb, ég er að fara að vinna í álveri. Ótrúlegt en satt. Mun reyndar vera merkt Norðuráli en ekki Alcan þar sem ég verð á Grundartanga. Líst bara ágætlega á þetta. Tilbreyting að vera eiginlega bara að vinna með köllum.
Eflaust eiga einhverjir eftir að vera hissa á þessari ákvörðun minni en held að peningagræðgin hafi tekið öll völd eins þörfin í að prófa eitthvað allt annað en að vera í umönnun. Engar skeiningar hjá mér í sumar:)
8 ummæli:
Til hamingju með ekki skeina vinnuna! Þó verð ég að segja að ég veit ekki hversu góð hugmynd það er að fara að vinna í álveri núna á þessum myrku tímum.
Reyndar er ég á því að útlit þitt í Norðurálsgallanum verði svo ómótstæðilegt að það eigi eftir að vega upp alla neikvæðar hugsanir;)
Segðu. En þurfum bara að átta okkur á því að þau álver sem nú eru eru ekki að fara neitt á næstunni. Spurning um að koma í veg fyrir fleiri eða stærri. Enda eru óánægjuraddirnar hæstar um það núna, áður en til þeirrar umræðu kom hefur fólk ekki mikið verið að kvarta.
Jiii fékkstu djobbið!! Flott, Sæja, djöfull verðuru flott í sumar..held að Mangi sé þarna líka í Járnblendinu...eða e-ð álíkla ;)
Til hamingju með nýju vinnuna þú ert svo mikill trukkur að leggja í svona vinnu.
En þú getur kannski leyft þér að kíkja til Dk í kalt humlavatn.
Bið að heilsa.
Stefán DK.
Til hamingju með nýju vinnuna þú ert svo mikill trukkur að leggja í svona vinnu.
En þú getur kannski leyft þér að kíkja til Dk í kalt humlavatn.
Bið að heilsa.
Stefán DK.
Sjénsinn bensinn að þú hafir ákveðið að vinna þessu vinnu útaf peningunum!! Að sjálfsögðu eru það karlmennirnir sem kalla hreinlega á þig!! Haaaaaaa, ekki ónýtt það haaaa...
Þakka þér annars vel fyrir fallega helgi lengst inni í Þjórsárdal:) Indæææææææææælt!!
...já og til lukku með vinnuna ljúfan:)
særun... thu ert svo mikill trukkur... ad jeg fæ tar i augun ;)
lovv og písmerki,
audur
Skrifa ummæli