
Alveg ótrúlegt hvað ég fer í allt annan gír þegar ég kem í sveitina. Kom hingað uppeftir á laugardaginn og það var við manninn mælt að um leið og ég steig inn fyrir hússins dyr skipti ég niður í fyrsta gír, munaði litlu að ég færi bara í bakkgír. Ótrúlegt alveg hreint. Hef sumsé ekki afrekað neitt síðan ég kom nema að liggja fyrir framan sjónvarpið eða hanga í tölvunni. Það er nú ágætt að taka smá pásu annað slagið en þetta er of mikið af því góða, sérstaklega þegar ég þarf að vera að vinna í tveimur mjög svo stórum verkefnum.
Sjáum til hver afköstin verða á morgun, einhvernvegin er ég ekki bjartsýn.
4 ummæli:
Heldurðu að ég hafi ekki bara verið stödd á Hvanneyri um helgina, stoppið varði að vísu ekki nema í ca.30 mín! Sé núna eftir því að hafa ekki leitað þig uppi!!!
Bestu kveðjur
Heiða Pálrún
Sæja, eigum við ekki kannski að fara á barinn bara um páskana? Lúllúlúúú...
Í jólafríinu mínu á Íslandi var ég í 1.gír í mánuð - það var rosa gott, en samt var það næstum betra að komast í 5.gírinn aftur. Ágætt þegar maður í fríunum sínum nær að byrja að sakna rútínunnar aftur. Njóttu sjónvarpsins, sófans, tölvunnar og páskaeggsins...
páskaknús
p.s. ég á víst að giftast 25 ára. Mamma hafði líka einhvern tímann farið til spákonu sem sagði henni að önnur dóttir hennar myndi giftast 25 ára - Anna er orðin 28 þannig að yess it's me. Er svei mér þá bara að hugsa um að byrja undirbúninginn - Sæja viltu vera brúðarmær?
Skrifa ummæli