Ég hef staðið mína plikt, eins og alltaf, og náð að sporðrenna næstum hálfu eggi á alltof stuttum tíma. Efast ekki um að ég nái að klára það áður en dagur er liðinn.
Fékka eitt egg nr. 4 þetta árið. Elskuleg amma mín lét mig svo hafa pening fyrir öðru en ákvað að vera skynsöm og eyða þeim pening í eitthvað annað en súkkulaði. Þótt ótrúlegt sé hef ég eiginlega aldrei verið mikill aðdáandi páskaeggja. Er heitari fyrir málshættinum.

Þetta árið fékk ég tvo málshætti: "Þeir fá byr sem bíða" og "Augu ei leyna ef ástin er heit"
Í þessu felst að sjálfsögðu mikil viska og mun ég geyma hana í hjartanu og fara eftir, eftir bestu getu þangað til ég fæ annan málshátt að ári.
5 ummæli:
Gleðilega páska Sæja mín!! Já það er sko very long time no see..hef bara ekkert séð þig í skólanum!! Ég er reyndar líka búin að vera í vettvangsnámi í 3 vikur. En við sjáumst nú kannski í prófunum!! Hafðu það gott litla pastaskrúfa og njóttu páskaeggsins sem það væri þín síðasta máltíð!
Kveðja,
Edda
Hæ Sæja mín og takk fyrir kveðjuna ;* gleðilega páska og vonandi hefuru haft það gott yfir páskana (sem ég efast ekki um) hehe
málshættirnir eru líka mitt uppáhald.. enda fengum við siggi málsháttinn "barnið vex en brókin ekki" ;o)
úbbs gleymdi að skrifa hver ég er..
Íris Egils ;o)
Æji vá fyndinn málsháttur Íris...:)
Hehe og þetta var ég Halldóra...;)
Skrifa ummæli