
Vatnsberi: Saklaust daður neyðir þig til að koma fram af einlægni. Fólk fellur fyrir þínum náttúrlega sjarma, en passaðu þig að merkjunum sem þú sendir út.
Skemmtileg stjörnuspáin mín í dag. Velti því fyrir mér hvar ég var að senda þessi merki. Líklega hefur það verið á LYFTARA námskeiðinu sem ég var á í dag. Nóg af karlmönnum þar, jafnt íslenskum sem pólskum, sem auðvelt var að senda merki. Minnist þess samt ekki að ég hafi verið að daðra neitt sérstaklega en hvað veit maður, ég er stöðugt daðrandi án þess að taka nokkuð eftir því, huhumm.

Fegin er ég að ekki er eftir nema 1 dagur af þessu námskeiði, djöfull sem það var leiðilegt. Fékk ágætlega þykka bók um hinar ýmsu tegundir lyftara og hvernig þeir starfa. Já mjög áhugavert. Það sem er enn skemmtilegra er að ég þarf að gera verkefni uppúr henni og skila á miðvikudaginn. Vúhúú. Ef það gengur vel verð ég komin með ökuréttindi á lyftara á miðvikudagskvöldið.
Hver vill þá koma á rúntinn?
11 ummæli:
pant ég... pant ég... en bara ef Olga Ferseth má koma með !!!
rrrr kveðjur,
Auður F.
hahaah já takk, svo langar mig líka að fá eintak af verkefninu!!
Ég vissi alltaf að þú ættir framtíðina fyrir þér í þessum geira. Passaðu þig bara á því að senda strauma í rétta átt. Það er nóg að maður þurfi að læra dönsku þó að maður þurfi ekki að fara læra pólskuna líka.
ps. heyri vonandi frá þér síðar í dag??????
Kveðja Oddný
Jáh ég held bara að enginn sé svalari en þú Sæja og klárlega veit ég að enginn er meiri daðrari! Ég er til á rúntinn... ó já! Margrét
... ég held bara að það sé allt fyndið sem þú gerir Sæja mín...
Knús
Halldóra
hahahaha djöfull ertu svöl stelpa! Held ad tetta endi med ad tú verdir ad fá Sissú á móti tér í sjómann til ad tjékka á hvor sé hardari af sér. High five fyrir kjarnorkukonum!
Sissú og Sæja verða með aflraunir í 5 ára stúdentsafmælinu!
... og vinningshafinn keppir vid... Olgu Ferseth :)
kvedja,
audur :)
Jæja Sæja mín nú held ég ad dú sért endanlega komin med trukkastimpilinn hjá mér.
Gangi dér vel trukkurinn minn sendi dér sólarstrauma yfir á klakan.
Kvedja dinn yndislegi mágur í Baunaveldi
Jeíjj, má ég sitja á lyftaranum sjálfum?? :)
Haha, já þú og Sissú væruð flottar í aflraunakeppnum! Djöfull ertu svöl kona, það nær ekki nokkurri átt!
Skrifa ummæli