fimmtudagur, apríl 19, 2007

Sumarið er tíminn...

Já loksins er það mætt blessað sumarið. Fyrsti sumardagurinn ekki svo afleitur veðurlega séð þó það mætti nú vera aðeins hlýrra en maður getur ekki ætlast til of mikils.
Vona sannarlega að þessi verði dugleg að sýna sig næstu mánuðina enda fátt skemmtilegra en að njóta lífsins í brakandi blíðu. Vetur og sumar fraus svona líka saman svo það á víst að heita á gott sumar en ég tek því nú með góðum fyrirvara.
Hélt upp á daginn með því að skella mér í bakaríið, keypti smá kruðerí og bauð Ingibjörgu í hádegismat reyndar með því skilyrði að hún kæmi með gúrku með sér, sem hún gerði.
Á eftir ætlum við að nota okkur tækifærið og kíkja á Kjarvalstaði. Frítt inn og víst svona svakalega flott sýning þar.
Já sumarið byrjar ekki amalega....það er vonandi að það haldi áfram að vera svona unaðslegt.

1 ummæli: