fimmtudagur, maí 03, 2007

Jebb, jebb

Fannst við hæfi að breyta aðeins um lit á þessari blessaðri síðu. Brúnn er bara ekki nógu sumarlegur en það er grænn hinsvegar.
Það er reyndar ekkert sumarlegt úti þessa stundina.
Í augnablikinu er frekar grámyglulegur himinn og nokkrir regndropar á glugganum hjá mér.
Ég græt það ekki þar sem ég sit sveitt inni við og legg lokahönd á verkefnin mín 2 sem ég á að skila á morgun.
Mikið sem ég verð fegin þegar það er frá og ég komin í sumarfrí (úr skólanum allavega).

Um hádegisbil á morgun má sumarið koma með öllum sínum yndislegheitum og ég mun taka því fagnandi, þyljandi upp þessa skemmtilegu vísu sem ég lærði hjá ömmu minni heitinni:

Sól úti
Sól inni
Sól í hjarta
Sól í sinni

5 ummæli:

Halla sagði...

Grænn er sko sumarliturin í ikea þannig þú ert algjörlega á réttri leið með þessa síðu þína :)

Nafnlaus sagði...

Grænt eins og í framsóknargrænn? Ég og Guðni styðjum þig! Til hamingju með það að vera aaaaalveg að verða búin:) Margrét

Sæja sagði...

Já Margrét mín eða Vinstri-GRÆNN. Þið Guðni eruð náttúrulega "like this" núna.

Hulda hefur talað... sagði...

Til hamingju með að vera búin rúsínurassgatið mitt. Vona að þú njótir næsta verkefnið þ.e. að trukkast um á lyftaranum;) Ást frá Köben

Nafnlaus sagði...

Þú ert sólin í hjarta mínu!