- Byrjuð á Grundartanga og tek mig svona líka vel út í vinnugallanum. Stjórnun lyftara og krana gengur þokkalega, smá byrjunarerfiðleikar í gangi með tilheyrandi árekstrum en ekkert alvarlegt. Ég er öll að koma til í þessu og læri betur inn á jobbið með hverri vaktinni sem líður. Fyrsta alvöru fimm daga törnin byrjar á föstudag, sjáum til hvað ég segi eftir hana. Vona samt að ég verði ekki eins krambúleruð á löppunum eftir hana eins og síðustu daga, get ekki látið sjá mig í stuttbuxum eða pilsi sökum marbletta.
- Júróvisón var tekið með trompi eins og svo oft áður. Ég, Telma og Anna Friðrika horfðum á undankeppnina hjá mér. Mitt land Búlgaría komst að sjálfsögðu áfram enda fantagott lag þar á ferð, huhumm.
- Úrslitakvöldið var enn betra þrátt fyrir að Ísland væri ekki með. Alvöru partý hjá Önnu, Siggu og Kristínu þar sem aðgangspassinn var að maður sýndi fram á með óyggjandi hætti að maður styddi sitt land. Ég gerði það að sjálfsögðu og klæddi mig upp í anda Búlgaríuferðarinnar góðu. Aðrir gestir létu sitt ekki eftir liggja enda voru á svæðinu flugfreyja frá Bretlandi, Rússi, Mega gella frá Makedóníu, Svaka choko frá Spáni ásamt fleirum. Ég var sátt með gengi míns liðs enda fimmta sætið ekki svo slæmt. Hægt er að sjá myndir úr partýinu hérna.
- Eitthvað fór minna fyrir kosningunum þó ég hafi að sjálfsögðu kosið rétt. Kosningavaka okkar partýdýranna fór meira fram á skemmtistöðum bæjarins.
- Átti yndælis dag með Thelmunni sem loksins búið er að endurheimta úr ógurlegri próftíð. Þræddum ýmiskonar skemmtilegar búðir og gat keypt mér þetta fína borð og stóla á "veröndina" mína. Einnig fjarfesti ég í Kubbi svo nú verður sett upp stíft æfingarprófgram fyrir sumarið. Eftir allar búðirnar bauð Thelma uppá eplaköku sem var algjört sælgæti, ekki amalegt það.
- og að lokum vil ég benda á bjargvætt minn þessa dagana. SJónvarpið er bara enganvegin að gera sig fyrir óþreyjufulla manneskju eins og mig. Ég hef ekki Stöð2 og ég get bara stundum ekki beðið í heila viku eftir að sjá nýja þætti svo ég dunda mér inni á þessari skemmtilegu síðu. Nýjasta æðið mitt er þátturinn Brothers and sisters....er búin að sitja í kvöld og horfa og kannski ég horfi á einn þátt enn fyrir svefninn....
miðvikudagur, maí 16, 2007
Smá updeit
Næstum ein og hálf vika síðan skólinn kláraðist og nóg að gera.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
4 ummæli:
Sæsa heldurðu ekki að ég hafi horft á fjóra B&S í gær, eða kannski bara þrjá og hálfan þar sem ég sofnaði yfir seinasta þættinum! Snilldarþættir og fallegir karlmenn!
Þakka góða ábendingu Særún. Þekkjandi þinn sjónvarpssmekk þá held ég að ég verði ekki fyrir vonbrigðum, lít á þetta við fyrsta tækifæri. Bið að heilsa á Grundartangann.
Saerun serdu ekki nog af fallegum karlmonnum grundartanga...? Eg sakna tin og langar ad sja titt fagra fes. kv. fra køben.
P.S. Fiflid hun audur bidur ad heilsa
Ég er ekki ennþá búin að leyfa mér að byrja að horfa á Brothers & Sisters! En minn tími mun koma...
Ég vil þó benda á að mér finnst www.alloftv.net miklu betri síða, þar eru þættirnir flokkaðir eftir seasons etc, tilvalið fyrir skipulagsfrík!
Skrifa ummæli