fimmtudagur, júlí 12, 2007

Ég get svo svarið það (á innsoginu)

Sumarið þýtur áfram á allt of miklum hraða. Verð byrjuð í skólanum aftur áður en ég veit af en það þýðir líka að það styttist í Danmerkurferð mína og svo að sjálfsögðu útskriftina, ja kannski ekki alveg strax.

Ég hef haft hreinlega alltof mikið að gera síðustu vikurnar en ég læt mér þá ekki leiðast.

Snerist í kringum famelíuna frá Spáni og sýndist mér á öllu að þau væru rosa sátt við dvölina hérna. Ég verð nú líka alltaf pínu montin þegar fólk er hrifið af landinu. Þau voru allavega það hrifin að þau töluðu um að koma aftur og þá án barnanna.
Þau ferðuðust um landið að mestu leyti á eigin spýtur en ég tók þau í smá túristarúnt um Borgarfjörðinn minn. Sýndi þeim Hvanneyri, Borgarnes, Hraunfossa, Barnafoss, Reykholt, Húsafell, Deildartunguhver og ég veit ekki hvað og hvað. Borgarfjörðurinn hefur bara uppá svo margt að bjóða.
Enduðum svo heima hjá mömmu í þriggja rétta unaðslegri máltíð og sátum á spjallinu langt fram eftir kvöldi.
Þau buðu mér svo í mat í Perluna síðasta kvöldið sem var nú ekki amalegt þar sem ég hef aldrei komið þangað. Pínu skrýtið að taka svona hringinn á það á meðan maður er að borða.

Við fjölskyldan erum það heppin að eiga boð um að nota strandhúsið þeirra þegar við viljum svo það er aldrei að vita nema maður skelli sér til Espana að ári.

Talandi um að taka hringinn á það. Ég gerði það í all stærri merkingu um síðustu helgi þegar ég fór hringinn í kringum landið ásamt 4 fræknum stelpum. Aðalgeimið var reyndar á Egilstöðum en þar höfðu Egilstaðargellurnar planað heljarinnar óvissuhelgi fyrir allar Búlgóbúbburnar sem og Halldóru okkar.
Keyrðum til Akureyrar á fimmtudagskvöldinu og ég fékk að halla höfði mínu hjá Dóru Bellu og knúsa Marín svolítið sem var ekki leiðilegt.
Ferðin hélt áfram á föstudagsmorgun en þá var haldið til Egilstaða og ballið byrjaði fyrir alvöru. Jedúdda og því lauk ekki fyrr en seint á sunnudagskvöld. Verð að segja að hápunktur helgarinnar var örugglega spottinn frá Kirkjubæjarklaustri að Vík. Fer ekki nánar útí það en heimferðin var líklega sú súrasta bílferð sem ég hef nokkru sinni farið í. Fimm stelpur í 3 dyra Polo í 9 klst er bara uppskrift að einhverju súru.
Nenni ekki að fara ítarlega í hvert smáatriði helgarinnar en hún var í einu orði sagt hreint unaðslegamergjuðfeiknafjörugogfyndin.
Set inn myndir frá henni seinna en hægt er að sjá forsmekkinn á Sjöfræknu síðunni og svo Titlahelgarinnar hjá Siggu Fanney.
Allar nema Telma svo settlegar og sætar að horfa á kynningarmyndband um Kárahnjúkavirkjun. Tekið skal fram að þessi mynd var tekin við upphaf helgarinnar og get ég ekki ábyrgst að við höfum haldið áfram að vera settlegar það sem eftir lifði helgarinnar. Að sjálfsögðu erum við alltaf sætar.

Eyddi síðustu 4 dögum í sveitinni og sólinni hjá mömmu sem var alveg ótrúlega næs og gott að búa sig almennilega undir við 5 daga vinnutörnina sem tekur við á morgun. Tími til komin að vinna smá, hef ekki gert það í heila viku og er eiginlega komin með fráhvarfseinkenni.

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

sæl langt sidan eg hef heyrt i ter.
ekki tad ad eg lati bilbaug a mer finna en heldurdu ad ég gæti nokkud fengid strandhusid lanad a morgun tar sem eg er ad byrja i sumarfríi og mér sýnist sumarid ekki ætla ad láta sjá sig hér.
Heyrumst betur sídar
Kvedja frá Danmørku

Hulda hefur talað... sagði...

Hæ sæ kjútípæ!
Ég er inni tví ég á breytingarskeidi og hitinn sem er úti fara ekki saman. Gott ad sjá ad tú hafir átt unads helgi. Koss frá Köben.