
Ég er svo hjartanlega sammála henni Tótu sem skrifaði pistil um það í Fréttablaðinu á mánudaginn hve fáránlegt það er að Íslendingar virðist upp til hópa halda það að sumarið sé búið strax eftir Verslunarmannahelgi. Við erum nefnilega hrikalega kjánaleg þegar kemur að árstíðum eins og hún bendir á. Um leið og Sumardagurinn fyrsti rennur upp hendum við vetrarfötunum lengst inní skáp og tökum fram stuttermabolina og stuttbuxurnar þrátt fyrir að veðrið sé yfirleitt ekki með besta móti á þessum tíma. Svo styttum við sumarið með því að byrja skólana snemma og láta sem sumarið sé búið um leið og aðal ferðahelgarnar hafa runnið sitt skeið. Fólk virðist ekki fatta að ágúst er næsthlýjasti mánuður ársins. Ekki nóg með það heldur er byrjað að selja jóladrasl í lok október. Ég held við mættum aðeins slaka á.
Eins og ég segi er ég sammála Tótu að öllu leyti og lifi samkvæmt því. Sumarið er nefnilega ekki búið hjá mér. Það styttist reyndar í skólann og ég á ekki nema 2 vaktir eftir af sumarvinnunni en ég læt það ekki á mig fá. Þess vegna ætla ég að skella mér á Danska Daga um helgina og skemmta mér eins og engin sé morgundagurinn og um næstu helgi verður brunað til Akureyrar til að taka þátt í menningarnótt þar.
Þetta verður mitt SUMARFRÍ, ekki seinna vænna :)
3 ummæli:
Já við skemmtum okkur eins og enginn væri morgundagurinn og það tókst svona líka vel með tengdó og öllum saman:D hehe....takk fyrir góða helgi Sæja:D
kv. Alla þín ástkæra systir
Hvernig væri að leyfa mér líka að vera með í þessari umræðu. Annars þakka ég kærlega fyrir skemmtilega upphringingu frá Dönskum dögum. En hver er þessi tengó ef ég má spyrja? Hverju er ég að missa af???????
Kveðja frá endalausum dönskum dögum.
Oddný ég trúi ekki að þú vitir þetta ekki....Særún er búin að segja öllum af þessu....það veit þetta allur Stykkishólmur!:D hahaha
kv. Alla
Skrifa ummæli