Ég mun vissulega reyna að standa undir væntingum hennar en lofa engu.
Skólinn byrjaði sumsé fyrir viku og verð að viðurkenna að kennararnir mættu alveg fara hægar af stað. Það tók alveg svakalega á að vera frá hálf 9-4 fyrstu vikuna. Strax sett í 5. gír og ekkert slakað á.

Var svo uppgefin eftir fyrstu skólavikuna að ég meikaði engan vegin að djamma um síðustu helgi. Þegar Særún á í hlut þá er mikið sagt.
Ætli ég reyni ekki að bæta úr því um næstu helgi, hver veit. Helgin verður þó ekki undirlögð af djammi þar sem ég þarf víst að vinna líka. Ætla að vinna aðra hverja helgi í vetur í skammtímadvöl fyrir fötluð börn og fyrsta helgin sú næsta. Legg ekki meira á ykkur.
Sé því fram á að hafa nóg að gera í vetur.
1 ummæli:
Ég er sátt við þennan árangur Sæja, þú svaraðir kallinu frá méééeer... sem ég er mjög sátt með! Velkomin aftur í skólann og ég hlakka til hundruða fleiri færsla á komandi dögum- Margrét
Skrifa ummæli