
Bókin um Flugdrekahlauparann eftir Khaled Hosseini er nefnilega sú albesta bók sem ég hef lesið hingað til. Svo þegar ég frétti að út væri komin ný bók eftir hann, A thousand splendid suns eða Þúsund bjartar sólir eins og hún á að heita á íslensku, stökk ég til og keypti hana. Gat ekki einu sinni beðið eftir íslensku útgáfunni sem kemur einhverntíman í haust.

Er sumsé að lesa hana núna og hún lofar mjög góðu. Fróðir menn segja að hún sé meira að segja betri en sú fyrri, á eftir að komast að því. Mann langar eiginlega ekki að klára svona bækur enda gef ég mér góðan tíma í að lesa hana.
Maður getur alveg með góðri samvisku látið skólabækurnar bíða í smá stund til þess að lesa svona gersemar.
2 ummæli:
Spurning um að maður drullist til að lesa eitthvað annað en skólabækur og slúðurblöð um glanspíur og Einar Ágúst. Ohh.
Við stefnum á forsýningu saman, hvort sem það verður á Íslandi eða Danmörku. Ég vissi ekki að það væri komin út ný bók en ætli ég skelli mér ekki í bókabúð á morgun og fjárfesti í einni (spurn. hvort það verði á ensku eða dönsku). Heppin ég að hafa engar skólabækur til að lesa.
Sjáumst eftir nokkra daga.
Kveðjur úr Danaveldi
Skrifa ummæli