föstudagur, september 07, 2007

Gleði í hjarta...

...já gleðin í hjarta mínu og eftirvæntingin jókst til muna þegar ég frétti að það styttist í að myndin um Flugdrekahlauparann komi í bíó. Ég geri mér nú samt grein fyrir því að ég þurfi að bíða eitthvað en þangað til get ég stytt mér stundirnar með því að horfa á trailerinn sem er hér...

Bókin um Flugdrekahlauparann eftir Khaled Hosseini er nefnilega sú albesta bók sem ég hef lesið hingað til. Svo þegar ég frétti að út væri komin ný bók eftir hann, A thousand splendid suns eða Þúsund bjartar sólir eins og hún á að heita á íslensku, stökk ég til og keypti hana. Gat ekki einu sinni beðið eftir íslensku útgáfunni sem kemur einhverntíman í haust.

Er sumsé að lesa hana núna og hún lofar mjög góðu. Fróðir menn segja að hún sé meira að segja betri en sú fyrri, á eftir að komast að því. Mann langar eiginlega ekki að klára svona bækur enda gef ég mér góðan tíma í að lesa hana.
Maður getur alveg með góðri samvisku látið skólabækurnar bíða í smá stund til þess að lesa svona gersemar.


2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Spurning um að maður drullist til að lesa eitthvað annað en skólabækur og slúðurblöð um glanspíur og Einar Ágúst. Ohh.

Nafnlaus sagði...

Við stefnum á forsýningu saman, hvort sem það verður á Íslandi eða Danmörku. Ég vissi ekki að það væri komin út ný bók en ætli ég skelli mér ekki í bókabúð á morgun og fjárfesti í einni (spurn. hvort það verði á ensku eða dönsku). Heppin ég að hafa engar skólabækur til að lesa.
Sjáumst eftir nokkra daga.
Kveðjur úr Danaveldi