þriðjudagur, október 02, 2007

Allt að gerast


Get ekki neitað að spennan er alveg í hámarki þessa stundina þar sem styttist óðum í ferð bekkjarins til Köben.
Búin að þrá þessa unaðsborg svo lengi og allt það sem hún hefur uppá að bjóða.

HogM, Himinbjörgin, óendanlega mikið af bjór, nokkrar námsferðir, Amazing Race, Reef'n Beef, Fields o.fl. eiga ekki eftir að klikka.

Leggjum íann frá Mjóddinni kl 4 í nótt og ef ég þekki mig rétt verð ég alveg með hressasta móti.

Ætla að eyða hvorki meira né minna en viku í borginni og fer svo í 4 daga til ástkærrar systur minnar og fjölskyldu til Árósa.

Get ekki beðið!

Þessi bíður mín líka alveg iðandi af spenning.

Búin að standa á haus síðustu dagana og varla haft tíma til neins.

Hef verið að klára 3 verkefni sem betra er að koma frá sér áður en ég fer svo ég vaði ekki skítinn þegar ég kem til baka.

Fór svo á ættarmót í Pålsen-fjölskyldunni í Stykkishólmi um helgina. Hef greinilega ekki langt að sækja það hve ógurlega skemmtileg ég er enda fjölskyldan alveg milljón.

Ég þarf svo ekki að óttast að svelta áður en ég fer þar sem í gær var matarboð í klúbbnum ,,Fokk er'etta Friðgeir" hjá Önnu bekkjarsystur og í kvöld er svo matarboð hjá Þórdísi í klúbbnum ,,Ji er'etta Jói".

Voðalega er eitthvað fullorðins að vera í svona matarklúbbum. Þarf eiginlega að verða mér úti um saumaklúbb og þá er ég sátt.

Það er nú fleira sem gleður mitt litla hjarta þessa stundina. Sæsan er laus við víravirkið úr kjaftinum á sér og gerir því lítið annað en að brosa út að eyrum. Verð bara fallegri með hverjum deginum sem líður, ég get svo svarið það.

Jedúdda....kannski ég geri eitthvað af viti svo ég verði klár í slaginn í nótt.

4 ummæli:

Thelma litla sagði...

Búbba mín, vertu fyr&flamme og fáðu þér fyr&flamme! :)

Nafnlaus sagði...

Sæsa mín, ég hlakka svo til að koma til þín í kvöld að það er varla að ég geti lært. Sé það á Imbu hérna ská á móti mér að hún er sama sinnis. Verður klárlega hápunktur viku minnar.

Nafnlaus sagði...

20 dagar Særún....20 dagar....ég trúi ekki að þú sért að falla í þessa grifju!;)
kv. Alla systir ofurbloggari

Nafnlaus sagði...

Sæl Sæja mín

Jólasveinnin ákvað að gefa þér ferð í Danaveldi þann 29. des
jólasveinninn sá skársti