Ég er allavega komin frá Danaveldi, fyrir margt löngu reyndar en einhverra hluta vegna hefur andinn ekki komið yfir mig. Mætti halda að hann hefði orðið eftir úti eins og nokkur hluti þess sem ég verslaði. Já ég ákvað að skilja slatta af drasli eftir svo ég fengi ekki yfirvigt.
Ferðin var frábær í alla staði og ætli megi ekki þakka það ferðafélögum mínum.
Þessum 11 dögum sem ég dvaldi í veldi Margrétar Þórhildar var eytt í allskonar unað. Þar sem langt er um liðið og þær fáu heilasellur sem ég hafði hurfu úti vegna mikillar bjórdrykkju þá ætla ég bara að segja frá ferðinni í punktum.
- Einkunnarorð ferðarinnar voru líklega versla og bjór.
- Fórum í 4 vettvangsheimsóknir sem voru fróðlegar. Veit ekki alveg hve mikið hópurinn tók inn af fræðslu seinni daginn vegna ótrúlegs ,,hressleika".
- Vafraði um Kristjaníu í niðamyrkri og doldið hrædd, var þó með 3 yngismeyjar mér til huggunar.
- Strollaði á Strikinu, þræddi Fisketorvet og kíkti í Fields þar sem ég náði að fara í heilar 2 búðir.
- Fór á skrallið í góðra vina hópi, einhverra hluta vegna komu allir meðlimir þessa hóps á sitthvorum tímanum heim.
- Kíkti á Istegade en verslaði ekkert, alveg satt, aðrir sáu um það.
- Borðaði kengúru og krókódíl. Alveg til í að borða hoppudýrið aftur en held ég sleppi krókódílnum.
- Tók þátt í heljarinnar ratleik um miðborg Köben. Langt síðan ég hef hlaupið eins mikið enda var keppnisskapið alveg í hámarki sem leiddi bara gott af sér enda vann mitt lið.
- Skoðaði smá hluta Köben á hjóli, allt fyrir Gullu.
- Hitti Jóhönnu mína, Auði, Sibbu og Kristínu Erlu sem var ekki amalegt.
- Söng í Kariokee með Gullu á Sams bar án þess að vera með nokkra rödd. Ótrúlegt að við höfum ekki verið púaðar niður.
- Eftir vikudvöl í Köben skrapp ég til uppáhaldsfjölskyldunnar í Árósum og átti unaðsdaga með þeim. Þar fór ég m.a. í ansi góða Bilkaferð, kíkti í flottustu HogM búð fyrr og síðar, gaf illum bömbum að borða, hélt partý með frænkum mínum og keyrði alla leið til Ebeltoft til þess að kaupa skálar.
- Ferðin endaði svo í allmiklu stressi vegna bilana í bókunarkerfi Kastrup sem leiddi til þess að við þurftum að hlaupa útí vél....hressandi.
Þá er ég búin að hlaupa yfir ævintýri ferðarinnar á hundavaði. Hægt er að sjá myndir hér.
Vil þakka Steinunni herbergisfélaga mínum fyrir að þola mig þessa viku. Hún getur ekki kvartað mikið þar sem það var ég sem þurfti að þola það að vera með rassgatið á henni í andlitinu á mér í tíma og ótíma.
Gulla á einnig hrós skilið fyrir að vera Laddi alltaf og allstaðar.
Hér erum við stöllurnar

Danaveldi fær smá tíma til að jafna sig á heimsókn minni en vegna góðmennsku jólasveinsins þá mun ég fara þangað aftur 29. des og fagna nýju ári í landi Margrétar Þórhildar. Ekki amalegt það.
Hef verið í hálfgerðri lægð eftir að ég kom heim. Alltof erfitt að snúa í hversdagsleikann sem býður ekki upp á mikið annað en lærdóm og leiðindi. Verkefnaskil á verkefnaskil ofan einkenna daga mína núna.
Ætla þó að lyfta mér upp um næstu helgi enda ærið tilefni. Dellan verður 23ja og Sauður ætlar að heiðra okkur klakabúa með nærveru sinni.
4 ummæli:
Jahh gott ef einhver getur tekið að sér Laddann enda er mikið að gera hjá mér í sýningunni minni hér á fróni Laddi 6tugur...Gott hjá þér að skoða köben á hjóli fyrir Gullu þína...hún sem er nú alltaf Laddi fyrir þig..bjóddu henni nú á þessa unaðssýningu Sæja mín
Með kveðju. Þinn Þórhallur
Takk kærlega fyrir mig kæra systir:D....þetta smellpassar:D Og mjög kærkomið!;)
kv. Alla
Jú, jú koma thín var án efa unadur einn...og vil ég thakka ykkur støllum fyrir huggulega kvøldstund sem endadi vel ad lokum...sem betur fer. En hvernig get ég skodad myndir ef ég er ekki med facebook....??
Æ það er víst ekki hægt. Þarf að reyna að koma myndunum einhversstaðar annarsstaðar inn líka.
Skrifa ummæli